Samgönguráðuneyti

729/2002

Reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Seyðisfjarðarhöfn nr. 380/1985. - Brottfallin

729/2002

REGLUGERÐ
um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Seyðisfjarðarhöfn nr. 380/1985.

1. gr.

Við 14. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi:

14.6. Hámarkssiglingahraði á hafnarsvæðinu er 4 mílur.
14.7. Köfun á hafnarsvæðinu er stranglega bönnuð nema með skriflegu leyfi hafnarstjóra. Köfunarleyfi að flaki El Grillo er bundið réttindum til köfunar á slíku dýpi. Allt brottnám hluta úr flaki El Grillo er stranglega bannað, nema með leyfi umhverfisráðuneytisins.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í hafnalögum nr. 23/1994 og öðlast þegar gildi.


Samgönguráðuneytinu, 16. október 2002.

Sturla Böðvarsson.
Jóhann Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica