Innanríkisráðuneyti

725/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 348/2007 um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum.

1. gr.

6. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

a. 2. mgr. orðast svo:

Á sama hátt skal ökumaður sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn þriggja ára eða eldra, en lægra en 135 sm að hæð viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- eða verndarbúnað ætlaðan börnum. Í hópbifreið er þó leyfilegt að nota þann öryggis- og verndarbúnað fyrir börn þriggja ára eða eldri sem er til staðar í bifreiðinni.

b. Við 3. mgr. bætist: nema púðinn hafi verið gerður óvirkur.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 71. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 21. júlí 2015.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Marta Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica