Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

724/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 979/2013 um rekstrarsamhæfi rafræns gjaldtökukerfis innan Evrópska efnahagssvæðisins.

1. gr.

Aftan við 5. gr. reglugerðarinnar bætist ný 6. gr., með fyrirsögninni Rafræna gjaldtökukerfið, sem orðast svo:

Hið evrópska rafræna gjaldtökukerfi er nánar útfært og skilgreint í ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/750/EB, sem innleidd er með reglugerð þessari, og vísast að því leyti til ákvæða hennar.

Um nánari réttindi og skyldur rekstraraðila gjaldtökukerfa, aðila sem annast innheimtu veggjalda og notenda vísast til ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2009/750/EB.

2. gr.

Núverandi 6. gr. reglugerðarinnar, með fyrirsögninni "Gildistaka o.fl.", verður 7. gr. auk þess eru eftirfarandi breytingar gerðar á ákvæðinu:

a. Í stað núgildandi 2. mgr. kemur ný 2. mgr. sem orðast svo:

Með reglugerð þessari er innleidd ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2009/750/EB frá 6. október 2009 um skilgreiningu á rafrænu, evrópsku vegtollþjónustunni og tæknilegum þáttum hennar, sem vísað er til í XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2013, þann 14. júní 2013. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 67, 28.11.2013.

b. Núgildandi 2. mgr. verður 3. mgr.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 17. gr. vegalaga nr. 80/2007 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 21. júlí 2015.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Marta Jónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.