Fjármálaráðuneyti

724/1997

Reglugerð um bráðabirgðatollafgreiðslur.

I. KAFLI

Bráðabirgðatollafgreiðsla tollstjóra.

1. gr.

Geti innflytjandi eða útflytjandi vöru eigi lagt fram gögn þau sem áskilin eru í 18.-20. gr., sbr. 121. gr., tollalaga nr. 55/1987, eða gögnum er svo áfátt að fullnaðartollafgreiðsla getur eigi þegar farið fram, er tollstjóra heimilt að taka við greiðslu til bráðabirgða að eftirtöldum skilyrðum uppfylltum:

 1.        Upplýsingar séu veittar um sendingarnúmer eða þann hluta sendingarnúmers sem kunnur er. Sé um vörusendingu í flugi að ræða skal jafnframt veita upplýsingar um númer flugfarmbréfs.

 2.        Verðmæti sé tilgreint á sölureikningi, en annars í símskeyti, fjarriti (telex), myndriti (telefax) eða það upplýst á annan fullnægjandi hátt.

 3.        Vörutegund og vörumagn sé tilgreint.

 4.        Fyrir liggi heimildir þeirra stjórnvalda sem samþykkja þurfa inn- eða útflutning tiltekinna vörutegunda (t.d. lifandi dàra, lyfja o.fl.).

  

2. gr.

Greiðsla samkvæmt 1. gr. skal vera útreiknuð aðflutnings- eða útflutningsgjöld af viðkomandi vörusendingu að viðbættum 25%, þó aldrei lægri fjárhæð en 7.500 kr.

Tollstjóri ákveður frest til að ljúka fullnaðartollafgreiðslu og skal hann að jafnaði eigi vera lengri en 20 dagar frá komu- eða brottfarardegi flutningsfars til eða frá landinu. Heimilt er að framlengja frestinn eftir beiðni inn- eða útflytjanda ef sérstaklega stendur á. Að fresti liðnum er tollstjóra rétt að taka fjártrygginguna til lúkningar á gjöldum og er það fullnaðartollafgreiðsla.

  

II. KAFLI

Afhending farmflytjanda í neyðartilvikum.

3. gr.

Nú verður afgreiðslu samkvæmt I. kafla ekki við komið og er farmflytjanda þá heimilt að afhenda eða flytja úr landi vöru þegar brànir hagsmunir eru í húfi og afhending hennar til nota innanlands eða til flutnings úr landi þolir ekki bið vegna ástands eða eðlis vörunnar, enda liggi fyrir upplýsingar og, eftir atvikum, leyfi sem áskilið er í 1. gr. Heimild þessi getur m.a. tekið til lyfja og lækningatækja vegna ákveðinna tilgreindra nota, lifandi blóma og dàra, fersks fisks og grænmetis, hráefnis til iðnaðarframleiðslu, vélavarahluta í atvinnutæki svo og hliðstæðra sendinga en hins vegar ekki til almennrar verslunarvöru.

 

 

4. gr.

Ríkistollstjóri ákveður gerð eyðublaðs fyrir beiðni um afhendingu neyðarsendinga. Skulu ákvæði tollalaga um aðflutnings- eða útflutningsskàrslu gilda um eyðublað þetta eftir því sem við getur átt.

Á eyðublaðinu skulu tilgreindar helstu upplýsingar um vöru þá sem óskað er afhendingar á, skuldbindingar inn- og útflytjanda og farmflytjanda um greiðslu gjalda af vörunni svo og samþykki tollstarfsmanns fyrir neyðarafgreiðslu samkvæmt reglum þessum.

  

5. gr.

Við afhendingu vöru skal farmflytjandi taka fjártryggingu að eigin mati til tryggingar greiðslu hins erlenda kaupverðs, ríkissjóðsgjalda og kostnaðar. Er hann ábyrgur gagnvart hinum erlenda eiganda og ríkissjóði, standi innflytjandi eða útflytjandi ekki sjálfur í skilum, sbr. 6. gr.

  

6. gr.

Fullnaðartollafgreiðsla vöru skal fara fram innan 20 daga frá afhendingu eða útflutningi hennar. Að þeim tíma loknum falla ríkissjóðsgjöld í eindaga og skal reikna dráttarvexti af þeim fram að greiðsludegi. Hafi skil eigi verið gerð innan 30 daga frá afhendingu vöru er tollstjóra heimilt að krefja farmflytjanda um öll áfallin gjöld, auk dráttarvaxta. Dráttarvextir skulu vera þeir sömu og Seðlabanki Íslands ákveður samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987.

Við tollafgreiðslu vöru skal innflytjandi eða útflytjandi leggja fram eintak af eyðublaði samkvæmt 4. gr. og fá áritun tollstjóra á það um að fullnaðartollafgreiðsla hafi farið fram.

  

7. gr.

Tollstarfsmaður skal ekki samþykkja neyðarafgreiðslu samkvæmt reglum þessum, sbr. 2. mgr. 4. gr., nema hann telji að skilyrði reglnanna séu fyrir hendi.

  

III. KAFLI

Almenn ákvæði.

8. gr.

Um greiðslu kostnaðar vegna bráðabirgðatollafgreiðslu svo og vegna vinnu tollstarfsmanna við nauðsynlegt tolleftirlit og tollskoðun vegna tollmeðferðar vöru fer eftir ákvæðum reglugerðar nr. 107/1997, um greiðslu kostnaðar vegna tollafgreiðslu utan almenns afgreiðslutíma eða utan aðaltollhafna og vegna sérstakrar tollmeðferðar vöru.

 

 

9. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 21. gr. tollalaga nr. 55/1987, með áorðnum breytingum, til að öðlast gildi frá og með 1. janúar 1998. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 64/1991, um bráðabirgðatollafgreiðslur.

  

Fjármálaráðuneytinu, 22. desember 1997.

 

F. h. r.

Indriði H. Þorláksson.

Bergþór Magnússon.

Reglugerð sem fellur brott:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica