Innanríkisráðuneyti

722/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

1. gr.

1. gr. breytist þannig:

A. Í lið 01.22 (6) á eftir orðunum "sex hjólum:" og á undan a-lið kemur: , búið hreyfli með hámarksnettóafl ekki yfir 15 kW.

B. Orðin, "með hámarksnettóafl hreyfils ekki yfir 15 kW", sem eru í lok b-liðar í lið 01.22 (6), falla niður.

2. gr.

6. gr. breytist þannig:

Liður 06.104 orðast svo:

06.104 Ökutæki fyrir hættulegan farm.
(1) Vélknúið ökutæki, sem er meira en 16.000 kg að leyfðri heildarþyngd eða er ætlað til að draga eftirvagn sem er meira en 10.000 kg að leyfðri heildarþyngd og skráð er eftir birtingu reglugerðar nr. 328/1999 frá 3. maí 1999 um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 411/1993 skal búið hemlum með læsivörn í flokki 1.
(2) Eftirvagn sem er meira en 10.000 kg að leyfðri heildarþyngd og skráður er eftir birtingu reglugerðar nr. 328/1999 frá 3. maí 1999 um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 411/1993, skal búinn hemlum með læsivörn í flokki A.
(3) Vélknúið ökutæki sem er meira en 16.000 kg að leyfðri heildarþyngd eða er ætlað til að draga eftirvagn sem er meira en 10.000 kg að leyfðri heildarþyngd og skráð er eftir birtingu reglugerðar nr. 328/1999 frá 3. maí 1999 um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 411/1993, skal búið hamlara.
(4) Eftirvagn, sem ekki er búinn hemlum með læsivörn og er meira en 10.000 kg að leyfðri heildarþyngd, er óheimilt að tengja við bifreið sem búin er hemlum með læsivörn.


 

3. gr.

11. gr. breytist þannig:

A. Á eftir orðunum "700 m breiður" í lok liðar 11.12 (3), málsetning útganga, kemur viðbót sem orðast svo:

- að Umferðarstofu er heimilt að veita undanþágu frá stærð aðaldyra hópbifreiðar í undirflokki B ef frávik eru innan 100 mm.

B. Á eftir orðunum "brún öftustu aðaldyra" í lok a-liðar í lið 11.12 (5), aðkoma að útgöngum, kemur viðbót sem orðast svo:

- að Umferðarstofu er heimilt að veita undanþágu frá lofthæð hópbifreiðar í undirflokki B ef frávik eru innan 100 mm.

4. gr.

24. gr. breytist þannig:

Við lið 24.12 (4) bætist ný málsgrein sem orðast svo:

Nú er hópbifreið í áætlunarakstri og akstursleiðin eingöngu innan þéttbýlis. Getur Umferðarstofa þá veitt undanþágu frá ákvæði 1. mgr. þessa liðar enda sé hamar geymdur hjá ökumanni bifreiðarinnar og skilti með upplýsingum um það fyrir farþega.

 

 

5. gr.

IV. viðauki breytist þannig:

A. Í tölulið 45x við tilskipun nr. 97/24/EB á eftir tilskipun nr. 2006/120/EB, undir fyrirsögninni "bifreiðar og eftirvagnar" í reitina "síðari viðbætur", "stjórnartíðindi EB" og "EES-birting", kemur:

2009/108/ESB

L 213, 18.08.2009

***10/2011;6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 27. júní 2011.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica