Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

715/2009

Reglugerð um tímagjald við ákvörðun þóknunar til verjenda og réttargæslumanna. - Brottfallin

1. gr.

Við ákvörðun þóknunar fyrir störf verjanda eða réttargæslumanns skv. 38. og 48. gr. laga um meðferð sakamála skal miða við að fyrir hverja byrjaða klukkustund séu greiddar kr. 10.000.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 38. og 3. mgr. 48. gr. laga nr. 88/2008 sbr. 20. og 21. gr. laga nr. 70/2009, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 14. ágúst 2009.

Ragna Árnadóttir.

Bryndís Helgadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica