Fara beint í efnið

Prentað þann 5. maí 2024

Breytingareglugerð

695/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021, með síðari breytingum.

1. gr.

2. málsl. 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða við reglugerðina verður svohljóðandi: Þá skal, þrátt fyrir 1. málsl. 6. mgr. 6. gr. og 1. málsl. 2. mgr. 7. gr., fram til 1. janúar 2024 fara um heimildir til að færa ökutæki til reglubundinnar skoðunar fyrir lögbundinn skoðunarmánuð samkvæmt 3. og 4. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 8/2009.

2. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 74. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 29. júní 2023.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ingilín Kristmannsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.