Sjávarútvegsráðuneyti

694/2006

Reglugerð um gildistöku ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um innflutning lindýra. - Brottfallin

1. gr.

Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2003/804/EB um heilbrigðis­skilyrði dýra og útgáfu heilbrigðisvottorða vegna innflutnings lindýra ásamt hrognum þeirra og sviljum til frekari ræktunar, eldis, umlagningar eða neyslu, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka samningsins, bókun um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2003/804/EB er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

3. gr.

Fiskistofa fer með framkvæmd eftirlits sem kveðið er á um í þessari reglugerð og afmarkast nánar af gildissviði laga nr. 55/1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða og laga nr. 33/2002 um eldi nytjastofna sjávar.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 29. og 31. gr. laga nr. 55/1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 1. ágúst 2006.

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Guðríður Margrét Kristjánsdóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica