Fjármála- og efnahagsráðuneyti

692/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 449/1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "60%" í a-lið kemur: 35%.
  2. Í stað "60%" í b-lið kemur: 35%.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "7,60%" í a-lið 1. mgr. kemur: 2,65%.
  2. Í stað "8,60%" í b-lið 1. mgr. kemur: 3%.
  3. Í stað "6,15%" í c-lið 1. mgr. kemur: 2,15%.
  4. Í stað "5,35%" í 3. mgr. kemur: 1,85%.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. júlí 2023.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 28. júní 2023.

 

F. h. r.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Hlynur Ingason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica