Samgönguráðuneyti

689/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

1. gr.

1. gr. breytist þannig:

a. Liður 01.20 orðast svo:

01.20

Bifhjól.

(1)

Vélknúið ökutæki sem hvorki telst bifreið né torfærutæki, er aðallega ætlað til fólks- eða vöruflutninga og er á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, eða á þremur, fjórum eða fleiri hjólum og innan við 400 kg að eigin þyngd.

(2)

Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til vöruflutninga, er a.m.k. á fjórum hjólum og innan við 550 kg að eigin þyngd án rafgeyma, sé það rafknúið.

b. Liður 01.22 orðast svo:

01.22

Þungt bifhjól. (Bifhjól sem ekki flokkast sem létt bifhjól):

(1)

I (L3e): Á tveimur hjólum.

 

II (L4e): Með hliðarvagni.

 

III (L5e): Á þremur hjólum (samhverfum hjólum).

 

IV (L6e og L7e): Á fjórum hjólum 400 kg eða minna eða 550 kg eða minna ef það er ætlað til vöruflutninga að eigin þyngd (án rafgeyma ef það er rafknúið).

 

V: Á sex hjólum 400 kg eða minna eða 550 kg eða minna ef það er ætlað til vöruflutninga að eigin þyngd (án rafgeyma ef það er rafknúið).

c. Liður 01.72 orðast svo:

01.72

Torfærubifhjól.

(1)

I: Torfærubifhjól á tveimur hjólum.

 

II: Torfærubifhjól á þremur hjólum.

 

III: Torfærubifhjól á fjórum hjólum.

 

IV: Torfærubifhjól á fjórum hjólum 400 kg eða minna eða 550 kg eða minna ef það er ætlað til vöruflutninga.

 

V: Torfærubifhjól á sex hjólum; 400 kg eða minna eða 550 kg eða minna ef ökutækið er aðallega ætlað til vöruflutninga (án rafgeyma ef það er rafknúið).

2. gr.

5. gr. breytist þannig:

Í stað "þriggja hjóla bifhjóli" í lið 05.20 (2) kemur: bifhjól III-V.

3. gr.

6. gr. breytist þannig:

Liður 06.22 orðast svo:

06.22

Þungt bifhjól.

(1)

Hemlun á þungu bifhjóli I og II skal vera a.m.k. 4,4 m/s2 á framhjóli og a.m.k. 2,9 m/s2 á afturhjóli. Hemlun samtengdra hemlakerfa skal vera a.m.k. 5,1 m/s2.

(2)

Hemlun á þungu bifhjóli III-V skal vera a.m.k. 3,6 m/s2 á framhjóli og skal vera a.m.k. 3,6 m/s2 á afturhjóli. Hemlun samtengdra hemlakerfa skal vera a.m.k. 5,0 m/s2.

4. gr.

7. gr. breytist þannig:

a. Liður 07.22 (1) orðast svo:

(1)

Áskilin ljósker:

 

-

aðalljósker; eitt háljósker eða tvö háljósker með innan við 100 mm millibili

 

-

hemlaljósker; eitt sem lýsir við hemlun með framhjólshemli og afturhjólshemli

 

-

númersljósker; eitt eða fleiri

 

-

stefnuljósker; tvö framvísandi og tvö afturvísandi

 

-

stöðuljósker; eitt eða tvö framvísandi og afturvísandi

 

-

þungt bifhjól II-V

 

-

sem er meira en 1,3 m að breidd skal búið tveimur háljóskerum og tveimur lágljóskerum

 

-

tveimur hemlaljóskerum

 

-

stöðuljósker tvö framvísandi og tvö afturvísandi hættuljósker;

b. Í stað "3" í liðum 07.50 (1) og 07.50 (2) og 07.53 (1) kemur: 2,1.

5. gr.

9. gr. breytist þannig:

Í stað "þriggja hjóla bifhjóli" í lið 09.22 (1) kemur: bifhjól II-V, sbr. lið 01.22.

6. gr.

21. gr. breytist þannig:

Á eftir lið 21.10 kemur nýr liður, 21.20, sem orðast svo:

21.20

Bifhjól.

(1)

Tengibúnaður á bifhjóli skal festur við bifhjólið samkvæmt fyrirmælum frá framleiðanda þess.

(2)

Tengihluti tengibúnaðar bifhjóls skal vera kúla með 50 mm þvermáli.

7. gr.

22. gr. breytist þannig:

Liður 22.50 orðast svo:

22.50

Eftirvagn.

(1)

Hámarksstærð eftirvagns:

 

-

lengd: 12,00 m,

 

-

breidd: 2,55 m,

 

-

hæð: 4,00 m.

(2)

Hámarksstærð eftirvagns bifhjóls:

 

-

lengd 2,50 m,

 

-

breidd 1,00 m.

(3)

Þyngd og stærð eftirvagns telst innan marka ef ákvæði í EB-tilskipun nr. 97/27 með síðari breytingum eru uppfyllt.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 60. og 62. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 25. júlí 2006.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica