Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

683/1998

Reglugerð um breyting á reglugerð um gæsluvarðhaldsvist nr. 179/1992 með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð um gæsluvarðhaldsvist

nr. 179/1992 með síðari breytingum.

1. gr.

               3. mgr. 74. gr. orðist svo:

                Þegar og þar sem ekki er unnt að útvega gæsluvarðhaldsfanga vinnu skal hann fá greidda dagpeninga svo að hann eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónulegrar umhirðu svo sem hreinlætisvörum.

                Á eftir 3. mgr. komi eftirfarandi málsgreinar:

                Gæsluvarðhaldsfangi sem er í vinnu eða á kost á vinnu fær ekki dagpeninga. Nú er gæsluvarðhaldsfanga vikið úr vinnu og fær hann þá ekki dagpeninga. Sama gildir um gæsluvarðhaldsfanga sem útvegar sér sjálfur vinnu.

                Gæsluvarðhaldsfangi sem á kost á vinnu en getur ekki sinnt henni sökum veikinda samkvæmt læknisvottorði, fær greidda dagpeninga.

                Fjárhæð dagpeninga er nú 460 kr. á dag, og tekur breytingum til samræmis við breytingar á reglugerð um vinnu, nám og dagpeninga til afplánunarfanga. Dagpeningar eru einungis greiddir virka daga.

                Gæsluvarðhaldsfangi sem vistaður er um stundarsakir utan fangelsis, svo sem á sjúkrahúsi eða annarri stofnun þar sem hann nýtur sérstakrar meðferðar eða forsjár, skal ekki fá greidda dagpeninga, nema að fengnu samþykki Fangelsismálastofnunar.

2. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 108. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1992, sbr. lög nr. 136/1996 og 36. gr. laga um fangelsi og fangavist nr. 48/1998 sbr. lög nr. 123/1997, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 23. nóvember 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Hjalti Zóphóníasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica