Menntamálaráðuneyti

233/1974

Reglugerð um Mannfræðistofnun Háskóla Íslands - Brottfallin

REGLUGERÐ

 

um Mannfræðistofnun Háskóla Íslands.

 

1. gr.

          Stofnunin heitir: Mannfræðistofnun Háskóla Íslands og hefur aðsetur í Reykjavik.

 

2. gr.

          Hlutverk stofnunarinnar er fyrst og fremst að annast mannfræðilegar rann­sóknir á Íslendingum, einkum athuganir á líkamseinkennum. Mannfræðistofnunin varðveitir öll rannsóknargögn, sem safnað verður á hennar vegum. Íslenskir vís­indamenn, sem safnað hafa þannig gögnum, geta þó unnið úr þeim utan stofnunar, ef þörf krefur, þar til þeir hafa lokið verkefnum, er byggjast á gögnunum.

          Erlendir aðilar, sem vilja vinna að mannfræðirannsóknum á Íslandi, verða að leita um það samráðs við stofnunina.

3. gr.

          Sjö menn eiga sæti í stjórn Mannfræðistofnunarinnar. Háskólaráð skipar fjóra þeirra, landlæknisembættið einn og Íslenska mannfræðifélagið einn. Forstöðumaður stofnunarinnar á einnig sæti í stjórn hennar.

            Stjórnin situr 3 ár í senn.

4. gr.

          Stjórnin skiptir með sér verkum. Hún heldur fundi þriðja hvern mánuð, eða oftar, ef meiri hluti hennar æskir þess. Stjórnin gerir árlega fjárhagsáætlunum framkvæmdir, sem lögð er fyrir rektor . Einstök rannsóknarverkefni eru háð samþykki stjórnar.

5. gr.

            Menntamálaráðherra skipar forstöðumann Mannfræðistofnunarinnar, eftir tillögum háskólaráðs. Hann skal hafa lokið háskólaprófi í mannfræði. Forstöðumaður stjórnar daglegum rekstri Mannfræðistofnunarinnar, ræður tímabundið starfslið í samráði við stjórn hennar, eftir því sem fé er veitt til, og gefur árlega skýrslu um starfsemi stofnunarinnar.

6. gr.

            Rekstur Mannfræðistofnunarinnar er greiddur of ríkisfé, samkvæmt því, sem veitt er í fjárlögum. Aðrar tekjur stofnunarinnar eru:

            a ) styrkir

            b) gjafir

            c) greiðslur fyrir aðstoð eða verkefni.

          Öflun tekna á þann hátt, er greinir í stafliðum a)--c), er háð samþykki háskólaráðs.

          Fjármálin heyra endanlega undir rektorsembættið og háskólaritara, sbr. 3. og 4. mgr. 2. gr. og 4. mgr. 36. gr. laga nr. 84/1970, um Háskóla Íslands.

          Skal reikningshald vera hluti af heildarreikningi háskólans.

 

7. gr.

          Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 9. gr. laga nr. 84/1970, um Háskóla Íslands, sbr. háskólareglugerð nr. 76/1958, 87. gr., og öðlast þegar gildi.

          Ákvæði 6. gr., að því er varðar greiðslu rekstrarkostnaðar af ríkisfé, kemur þó ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1975, enda hafi fé til starfsemi stofnunarinnar þá verið veitt i fjárlögum fyrir árið 1975.

 

Menntamálaráðuneytíð, 11. jú1í 1974.

 

Magnús T. Ólafsson

Birgir Thorlacius.         

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica