Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Breytingareglugerð

673/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 809/1999 um olíuúrgang.

1. gr.

5. mgr. 3. gr. orðist svo:

3.5. Grunnolía er jarðefnaolía og/eða unnin olía, synþetísk, sem notuð er sem grunnþáttur fyrir margvíslegar olíuvörur, svo sem smurolíur, vélarolíur, iðnaðarolíur, gírolíur og feiti.

2. gr.

3. ml. 6. mgr. 3. gr. orðist svo:

Endurmyndun er aðgerð til að framleiða grunnolíu með hreinsun á olíuúrgangi, einkum með því að fjarlægja úr henni óhreinindi, oxaðar afurðir og íblöndunarefni.

3. gr.

1. mgr. 9. gr. hefur áður verið felld niður, sbr. 3. mgr. 46. gr. reglugerðar nr. 739/2003 um brennslu úrgangs.

4. gr.

2. ml. 2. mgr. 10. gr. fellur brott.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og með hliðsjón af 26. tölul. XX. viðauka EES-samningsins (tilskipun ráðsins nr. 75/439/EBE, sbr. 87/101/EBE).

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 21. júní 2011.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Sigurbjörg Sæmundsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.