Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

673/2002

Reglugerð um innköllun þriggja myntstærða.

1. gr.

Eftirtaldar myntstærðir, slegnar 1981 og 1986, skulu innkallaðar:
5 aurar.
10 aurar.
50 aurar.

2. gr.

Frestur til að afhenda peninga, sem greindir eru í 1. gr., skal vera 12 mánuðir frá birtingu auglýsingar um innköllunina. Á innköllunarfrestinum skulu allir bankar og sparisjóðir skyldugir að taka við þeim peningum og láta í staðinn peninga sem ekki á að innkalla. Peningar þeir, sem greindir eru í 1. gr., eru á innköllunarfrestinum lögmætur gjaldmiðill í lögskiptum manna, en hætta að vera lögmætur gjaldmiðill að frestinum liðnum. Seðlabanka Íslands er þó skylt að innleysa peningana, sem greindir eru í 1. gr., í ekki skemmri tíma en 12 mánuði eftir lok 12 mánaða frestsins, sem greindur er í fyrsta málslið þessarar greinar.

3. gr.

Seðlabanki Íslands annast framkvæmd reglugerðar þessarar.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 10. gr. laga um gjaldmiðil Íslands, nr. 22/1968, öðlast þegar gildi.

Forsætisráðuneytinu, 19. september 2002.

Davíð Oddsson.

Ólafur Davíðsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.