Iðnaðarráðuneyti

660/2002

Reglugerð um starfsheitið raffræðingur.

1. gr.

Þeir sem fullnægja skilyrðum reglugerðar þessarar geta sótt um það til iðnaðarráðuneytisins að fá að nota starfsheitið raffræðingur.


2. gr.

Umsækjendur þurfa að hafa fengið A- eða B-löggildingu Löggildingarstofu (eða Rafmagnseftirlits ríkisins áður) til rafvirkjunarstarfa eða öðlast rétt til A- eða B-löggildingar samkvæmt reglugerð um raforkuvirki, nú reglugerð nr. 264/1971 um raforkuvirki, með síðari breytingum, sérstaklega með reglugerð nr. 285/1998.


3. gr.

Ef erlendir einstaklingar sækja um að fá að nota starfsheitið raffræðingur skal gætt ákvæða laga nr. 83/1993 um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum, með síðari breytingum, og þá sérstaklega ákvæða er lúta að rétti til að nota sama starfsheiti og innlendir umsækjendur.


4. gr.

Útbúa skal sérstakt umsóknareyðublað ásamt hjálögðum gátlista, er birtist á vef ráðuneytisins, til að greiða fyrir afgreiðslu umsóknar og krefja umsækjanda um nauðsynlegar upplýsingar til að taka megi afstöðu til hennar.


5. gr.

Leita skal umsagnar Löggildingarstofu um erindi er berast og skal umsókn fela í sér hvort eða að hve miklu leyti unnt sé að taka umsókn til greina, sbr. 6. gr.


6. gr.

Þegar heimild er veitt til að nota starfsheitið raffræðingur má bæta við innan sviga aftan við heitið A+B eða B til nánari auðgreiningar. Viðbótin er ekki formlegur hluti starfsheitisins. Birta má listann á vef ráðuneytisins.


7. gr.

Greiða skal gjald samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs fyrir veitingu heimildar til að nota starfsheiti.


8. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 7. gr. laga nr. 8/1996 um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum og öðlast þegar gildi.


Iðnaðarráðuneytinu, 30. ágúst 2002.

Valgerður Sverrisdóttir.
Jón Ögmundur Þormóðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica