Landbúnaðarráðuneyti

659/2006

Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2002, frá 6. desember 2002, skal reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 930/2000 öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka EES-samningsins og öðrum ákvæðum hans.

Reglugerð Evrópusambandsins er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og öðlast gildi við birtingu.

Landbúnaðarráðuneytinu, 19. maí 2006.

F. h. r.
Guðmundur B. Helgason.

Sigríður Stefánsdóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica