Sjávarútvegsráðuneyti

651/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 224, 14. mars 2006, um vigtun og skráningu sjávarafla, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

4. gr. verður svohljóðandi:

Um almennt og sérstakt hæfi löggiltra vigtarmanna skal fara að 2. mgr. 27. gr. laga nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, sbr. reglur nr. 650/2007, um almennt og sérstakt hæfi löggiltra vigtarmanna.

2. gr.

Lokamálsliður 15. gr. orðist svo:

Vigtarnóta skal þó ávallt send til löndunarhafnar innan tveggja daga þegar afla er landað óslægðum.

3. gr.

4. mgr. 19. gr. orðist svo:

Leyfi til heimavigtunar er veitt til heilvigtunar og úrtaksvigtunar afla og skal fara fram í samræmi við ákvæði II. kafla reglugerðar þessarar.

4. gr.

3. mgr. 22. gr. orðist svo:

Vigtarnóta skal send til viðkomandi löndunarhafnar undirrituð af þeim löggilta vigtar­manni sem sá um vigtunina þegar að vigtun lokinni. Vigtarnóta skal ávallt send til lönd­unar­hafnar innan tveggja virkra daga frá löndun aflans þegar afli er úrtaksvigtaður og innan fimm virkra daga þegar afli er heilvigtaður. Vigtarnóta skal þó ávallt send innan tveggja daga þegar afla er landað óslægðum.

5. gr.

Á 1. málslið 1. mgr. 24. gr. verða eftirfarandi breytingar:

Á eftir "vigtar" kemur: allan.

6. gr.

Á 1. mgr. 26. gr. verða eftirfarandi breytingar:

2. málsliður fellur brott.

Í stað "löndun" í 3. málslið kemur: vigtun.

7. gr.

Við 1. mgr. 37. gr. bætist nýr málsliður:

Vigtarnóta skal ávallt send til löndunarhafnar þegar að vigtun lokinni þó eigi síðar en innan tveggja virkra daga frá löndun aflans.

8. gr.

2. tl. 1. mgr. 52. gr. orðist svo:

2. Heildarfjöldi fiska skal talinn og 5% þeirra skulu valin af handahófi en þó að lágmarki 30 fiskar og að hámarki 200 fiskar, og skal það sem þannig er valið vegið með löggiltri vog, meðalþyngd fisks fundin og uppreiknuð á heildarfjölda fiska.

9. gr.

Við 2. mgr. 53. gr. bætist nýr töluliður:

7. Aflamagn, sundurliðað eftir tegundum.

10. gr.

Á 55. gr. verða eftirfarandi breytingar:

Við 2. mgr. bætist eftirfarandi: nema Fiskistofa heimili annað.

Við 3. mgr. bætist eftirfarandi: nema Fiskistofa heimili annað.

11. gr.

62. gr. fellur brott.

12. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, til þess að öðlast gildi 1. september 2007.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 5. júlí 2007.

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Steinar I. Matthíasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica