Félagsmálaráðuneyti

651/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 2/1999 um útgáfu húsbréfa á árinu 1999 og 2000 fyrir Íbúðalánasjóð, sbr. reglugerð nr. 607/1999 og nr. 115/2000. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 2/1999 um útgáfu húsbréfa

á árinu 1999 og 2000 fyrir Íbúðalánasjóð, sbr. reglugerð nr. 607/1999 og nr. 115/2000.

 

1. gr.

2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar, með síðari breytingu, orðast svo:

Húsbréfin í hverjum flokki skulu gefin út í þremur undirflokkum A, B, og C. Í undirflokki A skal hvert húsbréf vera að fjárhæð 1.000.000 kr., í undirflokki B 100.000 kr. og í undirflokki C 10.000 kr. Vextir í 1. og 2. flokki 1998 eru 4,75% á ári. Lánstími bréfa í 1. flokki skal vera 25 ár og í 2. flokki 40 ár.

 

2. gr.

3. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar, með síðari breytingu, orðast svo:

Samanlögð fjárhæð samþykktra skuldabréfaskipta úr 1. og 2. flokki 1998 skal ekki vera umfram 30.142 milljónir króna á árinu 2000 miðað við reiknað markaðsvirði húsbréfanna. Þannig skal samanlögð fjárhæð samþykktra skuldabréfaskipta 1998, 1999 og 2000 úr 1. og 2. flokki húsbréfa 1998 ekki fara umfram 83.849 milljónir króna miðað við fyrrnefnt reiknað markaðsvirði.

 

3. gr.

3. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar, með síðari breytingu, orðast svo:

Húsbréfaflokknum skal lokað eigi síðar en 15. desember 2000.

 

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 21., 24. og 29. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál, öðlast þegar gildi.

 

Félagsmálaráðuneytinu, 8. september 2000.

 

F. h. r.

Berglind Ásgeirsdóttir.

Óskar Páll Óskarsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica