Umhverfisráðuneyti

649/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 384/1994 um skipulag og starfsemi náttúrustofu Austurlands í Neskaupstað.

1. gr.

6. gr. orðist svo:

Yfir náttúrustofu í Neskaupstað skal starfa sérstök stjórn, skipuð þremur mönnum og þremur til vara. Eigendur í héraði tilnefna tvo en ráðherra einn og skal hann vera formaður. Sömu reglur gilda um varamenn. Skipunartími stjórnar er milli reglulegra sveitarstjórnarkosninga. Hlutverk stjórnar er að hafa eftirlit með rekstri stofunnar, fjalla um og samþykkja fjárhagsáætlanir og fylgjast með fjárhag hennar og starfsemi.

Kostnaður vegna starfa stjórnarinnar greiðist af stofunni.

2. gr.

1. mgr. 7. gr. orðist svo:

Stjórn stofunnar ræður forstöðumann í fullt starf. Hann skal hafa háskólapróf í náttúrufræði eða sambærilega þekkingu. Hann stjórnar daglegum rekstri stofunnar, gerir fjárhagsáætlanir, fer með fjármálaleg samskipti fyrir hönd stjórnar, ræður að henni starfslið með samþykki stjórnar og er í fyrirsvari fyrir stofuna.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 2. mgr. 12. og 16. gr. laga nr. 60/1992 um náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytið, 13. desember 1995.

Guðmundur Bjarnason.

Magnús Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica