Umhverfisráðuneyti

64/1989

Reglugerð um bann við innflutningi og sölu úðabrúsa sem innihalda tiltekin drifefni (ósóneyðandi efni) - Brottfallin

1.gr.

Almenn ákvæði.

Innflutningur og sala úðabrúsa, sem innihalda klórflúorkolefnissambönd sem drifefni er bannaður með þeim undantekningum, er greinir í 2. og 3. gr. reglugerðar þessarar.

Með kórflúorkolefnissamböndum er átt við efnasambönd, sem innihalda einungis klór, flúor og kolefni (dæmi: CFCl3

(CFC-11), CF2CI2 (CFC-12), C2F3Cl3 (CFC-113), C2F4Cl2 (CFC-114) eða C2F5C1 (CFC-115)).

Ráðuneytinu er heimilt að kveða svo á um, að ákvæði 1. mgr. taki einnig til skyldra efna, sem auk klórs, flúors og kolefnis, innihalda vetni eða bróm (dæmi: CHC1F2, CCIBrF2).

 

2. gr.

Innflutningur og sala.

Innflutnings- og sölubann skv. 1. gr. tekur ekki til úðabrúsa (úðastauka), sem innihalda efni skv. 1. gr. séu þeir notaðir sem lyf eða dýralyf skv. ákvæðum lyfjalaga nr. 108/1984. Hollustuvernd ríkisins getur að höfðu samráði við eiturefnanefnd veitt undanþágur frá 1.

mgr. 1. gr. sé um að ræða innflutning og sölu úðabrúsa, er innihalda klórflúorkolefni og efnablöndur, sem innihalda þessi efni. Slíkan innflutning skal miða við það notagildi eitt, að önnur efni geti ekki komið í stað þeirra. Skal í hverju veittu leyfi til innflutnings skv. 2. mgr. geta til hverra nota varningurinn er ætlaður. Rísi upp ágreiningur milli Hollustuverndar ríkisins og eiturefnanefndar um veitingu undanþágu skv. 2. mgr. sker heilbrigðisráðherra úr.

Hollustuvernd ríkisins skal tilkynna heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu um þær undanþágur, sem veittar eru skv. 2. gr.

 

3.gr.

Eftirlit og förgun.

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna, undir yfirstjórn Hollustuverndar ríkisins, hefur eftirliti með framkvæmd reglugerðar þessarar.

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna annast förgun á úðabrúsum skv. reglugerð þessari að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3., 14. og 18. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, og 3. gr. laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, öðlast gildi 1. júní 1989.

Ákvæði til bráðabirgða.

Heimilt er til 31. desember 1989 að flytja inn úðabrúsa, sem innihalda framangreind klórflúorkolefnissambönd og heimilt er til 31. maí 1990 að selja slíkan varning, að því tilskildu að hann sé með álímdum miða eða á annan hátt greinilega merktur áletruninni: "Eyðir ósonlaginu".

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 10. febrúar 1989.

 

Guðmundur Bjarnason.

Páll Sigurðsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica