Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

637/2022

Reglugerð um (13.) breytingu á reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

1. gr.

Við IV. viðauka reglugerðarinnar bætast þrír nýir töluliðir, svohljóðandi:

 1. Bis(2-etýlhexýl)þalat (DEHP) í sérhæfðum jónanemum sem eru notaðir í greiningum til nær­rannsókna á jónuðum efnum í líkamsvessum mannslíkamans og/eða skiljuvökva.
  Fellur úr gildi 21. júlí 2028.
 2. Bis(2-etýlhexýl)þalat (DEHP) í plastíhlutum í könnunarspólum í segulómtækjum (MRI).
  Fellur úr gildi 1. janúar 2024.
 3. Bis(2-etýlhexýl)þalat (DEHP), bútýlbensýlþalat (BBP), díbútýlþalat (DBP) og díísóbútýl­þalat (DIBP) í varahlutum sem eru endurheimtir úr lækningatækjum og notaðir til viðgerða eða endur­bóta á þeim, þ.m.t. lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi, og fylgihlutum þeirra, að því tilskildu að endurnotkun fari fram í endurskoðunarhæfu, lokuðu skilakerfi fyrir viðskipti milli fyrirtækja og að viðskiptavinum sé tilkynnt um alla endurnotkun á hlutum.
  Fellur úr gildi 21. júlí 2028.

 

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

 1. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1978 frá 11. ágúst 2021 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun bis(2-etýlhexýl)þalats (DEHP), bútýlbensýlþalats (BBP), díbútýlþalats (DBP) og díísóbútýlþalats (DIBP) í varahlutum sem eru endurheimtir úr lækningatækjum og notaðir til viðgerða eða endurbóta á þeim, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2022 frá 29. apríl 2022.
 2. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1979 frá 11. ágúst 2021 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun bis(2-etýlhexýl)þalats (DEHP) í plastíhlutum í könnunar­spólum í segulómtækjum (MRI), í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2022 frá 29. apríl 2022.
 3. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1980 frá 11. ágúst 2021 um breytingu á IV. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir notkun bis(2-etýlhexýl)þalats (DEHP) í sérhæfðum jónanemum til að greina líkamsvessa mannslíkamans og/eða skiljuvökva, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samn­ingsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2022 frá 29. apríl 2022.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 30. maí 2022.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica