1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:
Óheimilt er að fella kálfa með felldum kúm. Umhverfisráðherra getur að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun og Náttúrustofu Austurlands vikið frá þessu ákvæði fyrir tiltekið tímabil og ákveðið að kálfar með felldum kúm séu felldir ef þess er kostur. Skal slík ákvörðun auglýst sérstaklega, sbr. 1. mgr., og skulu felldir kálfar tilkynntir og greitt fyrir þá í samræmi við auglýsta gjaldskrá.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. 14. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 28. júlí 2010.
F. h. r.
Hugi Ólafsson.
Íris Bjargmundsdóttir.