Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

618/2021

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 506/2007, um takmörkun efna í vélknúnum ökutækjum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka reglugerðarinnar:

  1. Í stað liðar 8e kemur nýr liður, svohljóðandi:
8e. Blý í lóðningarefni með háu bræðslumarki (þ.e. málm­blendi sem eru að stofni til úr blýi og styrkur blýs í þeim er 85% eða meiri)
(2)

X

 

  1. Í stað liðar 8f b kemur nýr liður, svohljóðandi:
8f b. Blý í tengikerfi með sveigjan­legum pinnum, þó ekki í ístungu­svæði tengibúnaðar fyrir leiðslur í ökutækjum
Ökutæki, gerðarviðurkennd fyrir 1. janúar 2024, og vara­hlutir í þessi ökutæki

X

 

  1. Í stað liðar 8g koma tveir nýir liðir, svohljóðandi:
8g i. Blý í lóðningarefni til að koma á stöðugri raftengingu milli hálfleiðaraflögu og burðar­efnis í samrásastöflum af viðsnúnum flögum
Ökutæki, gerðarviðurkennd fyrir 1. október 2022, og varahlutir í þessi ökutæki

X

8g ii. Blý í lóðningarefni til að koma á stöðugri raftengingu á milli hálfleiðaraflögu og burðarefnis í samrásastöflum af viðsnúnum flögum þar sem raftengingin saman­stendur af einhverju af eftirfarandi:
  i. hálfleiðaratæknihnútur sem er 90 nm eða stærri,
  ii. stök flaga sem er 300 mm² eða stærri á öllum hálfleið­ara­tæknihnútum,
  iii. flögustaflar með flögum sem eru 300 mm² eða stærri, eða kísilmillilag sem er 300 mm² eða þykkara
(2)
Gildir um ökutæki, gerðar­viðurkennd frá 1. október 2022, og varahluti í þessi ökutæki

X

 

  1. Á eftir lið 8j kemur nýr liður, svohljóðandi:
8k. Lóðun á hitakerfum þar sem hitaflæðið nemur 0,5 A eða meira fyrir hverja við­komandi lóðaða teng­ingu við stakar rúður í lag­skiptum rúðum sem eru ekki þykkari en 2,1 mm. Þessi undanþága nær ekki yfir lóðun á tengjum sem eru innbyggð í milli­liggj­andi fjölliðum
Ökutæki, gerðarviðurkennd fyrir 1. janúar 2024, og varahlutir í þessi ökutæki

X(4)

 

2. gr.

Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/363 frá 17. desember 2019 um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/53/EB um úr sér gengin ökutæki að því er varðar tilteknar undanþágur fyrir blý og blýsambönd í íhlutum, sem vísað er til í tölul. 32e í XX. kafla viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 159/2021, þann 23. apríl 2021.

 

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. tölul. og 11. tölul. 11. gr. efnalaga, nr. 61/2013 og öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 27. maí 2021.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica