Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

607/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 486/2003 um stjórn hreindýraveiða, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:

  1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, er verður 2. mgr., er orðast svo:
    Leiðsögumanni og veiðimanni ber að framvísa tilskildum leyfum og sýna eftirlitsmanni felld dýr óski hann eftir því. Leiðsögumanni ber að fara í öllu að tilmælum eftirlitsmanna.
  2. 2. mgr., er verður 3. mgr., orðast svo: Verði Umhverfisstofnun, eða eftirlitsmenn á hennar vegum, vör við að brotið sé gegn ákvæðum laga og reglugerðum um hreindýraveiðar, er heimilt að svipta viðkomandi veiðileyfi og leita aðstoðar lögreglu ef með þarf.

2. gr.

Við 3. mgr. 10. gr. bætist nýr málsliður sem orðast svo:

Veiðileyfishafa er einum heimilt að fella dýr á sínu leyfi, þó má leiðsögumaður fella sært dýr.

3. gr.

4. mgr. 10. gr. orðast svo:

Fellt hreindýr er eign veiðileyfishafa og skal hann merkja það áður en það er flutt af fellistað með merki sem Umhverfisstofnun lætur í té.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 14. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 1. júlí 2015.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Sigríður Svana Helgadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.