Reglugerð þessi gildir um matvæli til nota í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi, sbr. e-lið 10. gr. í reglugerð nr. 446/1994 um sérfæði.
Merking orða í reglugerð þessari er sem hér segir:
Matvæli til nota í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi eru framleidd til að uppfylla sérstakar þarfir sjúklinga. Slíkra matvæla má einungis neyta samkvæmt læknisráði og geta þau ýmist komið í stað daglegs fæðis eða verið hluti fæðis sjúklinga, sem hafa skerta eða takmarkaða getu til að neyta, melta, taka upp, brjóta niður eða losa sig við almenna fæðu, tiltekin næringarefni í henni eða niðurbrotsefni. Þetta á einnig við um sjúklinga með annars konar heilsubrest, er hefur í för með sér sérþarfir með tilliti til næringar, sem ekki er unnt að uppfylla með breytingum á almennu fæði, með öðru sérfæði eða fæði sem sett er saman úr þessu tvennu.
Ungbörn eru börn yngri en 12 mánaða.
Samsetning matvæla til nota í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi skal vera byggð á viðurkenndri þekkingu í læknis- og næringarfræði. Slík matvæli, sem neytt er í samræmi við fyrirmæli framleiðanda, skulu vera örugg og mæta næringarþörfum sjúklinga í samræmi við niðurstöður viðurkenndra rannsókna.
Matvæli til nota í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi skiptast í eftirtalda flokka:
1. | Matvara með staðlaða samsetningu næringarefna, sem getur uppfyllt næringarþarfir einstaklingsins, sé farið að fyrirmælum framleiðanda við neyslu hennar. |
2. | Matvara með sérstaka samsetningu næringarefna, sem hentar sjúklingum með tiltekinn sjúkdóm og getur uppfyllt næringarþarfir einstaklingsins, sé farið að fyrirmælum framleiðanda við neyslu hennar. |
3. | Matvara með staðlaða eða sérstaka samsetningu næringarefna, sem hentar sjúklingum með tiltekinn sjúkdóm, en getur aðeins uppfyllt hluta af næringarþörfum einstaklingsins. |
Auk þess að uppfylla ákvæði 9. gr. reglugerðar nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla og II. kafla reglugerðar nr. 446/1994 um sérfæði, skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram á umbúðum:
1. | Orkugildi vörunnar í kílójoulum (kJ) og kílókaloríum (kkal) og orkuefni (prótein, kolvetni og fita). Magn vítamína og steinefna sem tilgreind eru í viðauka. Nánari upplýsingar um magn einstakra næringarefna, þ.e. próteina, kolvetna, fitu og/eða annarra næringarefna sem nauðsyn er að tilgreina vegna sérstakrar notkunar vörunnar. Merking næringargildis samkvæmt þessari grein skal vera í 100 g eða 100 ml vörunnar í því ástandi sem hún er seld, en einnig, eftir því sem við á, í 100 g eða 100 ml vörunnar tilbúinnar til neyslu skv. fyrirmælum framleiðanda. Að auki mega þessar upplýsingar koma fram fyrir þann skammt af vörunni sem neyta skal hverju sinni, að því tilskildu að heildarskammtafjöldi komi fram á umbúðunum. |
2. | Upplýsingar um saltstyrk, sem osmolality eða osmolarity, eftir því sem við á. |
3. | Upplýsingar um uppruna og eðli próteina og/eða peptíða og amínósýra sem notaðar eru í vöruna. |
Leiðbeiningar um notkun skulu koma fram á umbúðum sem og leiðbeiningar um geymslu og notkun eftir að umbúðir hafa verið opnaðar. Á umbúðum skal enn fremur koma fram:
1. | Að einungis skuli neyta vörunnar samkvæmt læknisráði. |
2. | Hvort varan uppfylli allar næringarþarfir. |
3. | Hvaða aldurshópi varan er ætluð. |
4. | Hvort neysla vörunnar geti valdið heilsutjóni sé hennar neytt af þeim sem ekki hafa sjúkdóm(a) eða sjúkdómseinkenni þeirra sem varan er ætluð. |
5. | Að varan er ætluð sjúklingum með _______, en í eyðunni skal koma fram hvaða sjúkdómar eða sjúkdómseinkenni eiga við. |
6. | Hvort gera þurfi einhverjar varúðarráðstafanir og hvort eitthvað mæli gegn notkun vörunnar. |
7. | Lýsing á þeim eiginleikum eða sérkennum sem gera það að verkum að varan er heppileg til tiltekinnar notkunar og sérstaklega ef magn tiltekinna næringarefna hefur verið aukið, minnkað, þau tekin burt eða einhver önnur breyting gerð. |
8. | Þegar við á, að næringuna megi ekki gefa í æð. |
Á undan upplýsingum skv. 1.-4. tl. skal tilgreina orðin "mikilvægar upplýsingar" eða annað sambærilegt.
![]() |
Í 100 kJ
|
Í 100 kkal
|
||
Lágmark
|
Hámark
|
Lágmark
|
Hámark
|
|
Vítamín | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
A vítamín (µg RJ)1) |
8,4
|
43
|
35
|
180
|
D vítamín (µg) |
0,12
|
0,65/0,75 2)
|
0,5
|
2,5/3 2)
|
K vítamín (µg) C vítamín (mg) Þíamín (mg) Ríbóflavín (mg) B6 vítamín (mg) |
0,85
0,54 0,015 0,02 0,02 |
5
5,25 0,12 0,12 0,12 |
3,5
2,25 0,06 0,08 0,08 |
20
22 0,5 0,5 0,5 |
Níasín (mg NJ)3) |
0,22
|
0,75
|
0,9
|
3
|
Fólínsýra (µg) B12 vítamín (µg) Pantóþensýra (mg) Bíótín (µg) |
2,5
0,017 0,035 0,18 |
12,5
0,17 0,35 1,8 |
10
0,07 0,15 0,75 |
50
0,7 1,5 7,5 |
E vítamín (mg -TJ)4) |
0,5 5)
|
0,75
|
0,5 5)
|
3
|
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
Steinefni | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Natríum (mg) Klór (mg) Kalíum (mg) |
7,2
7,2 19 |
42
42 70 |
30
30 80 |
175
175 295 |
Kalsíum (mg) |
8,4/12 2)
|
42/60 2)
|
35/50 2)
|
175/250 2)
|
Fosfór (mg) Magnesíum (mg) Járn (mg) Sink (mg) Kopar (µg) |
7,2
1,8 0,12 0,12 15 |
19
6 0,5 0,36 125 |
30
7,5 0,5 0,5 60 |
80
25 2,0 1,5 500 |
Joð (µg) Selen (µg) Mangan (mg) Króm (mg) Mólybdenum (µg) Flúoríð (mg) |
1,55
0,6 0,012 0,3 0,72 __ |
8,4
2,5 0,12 3,6 4,3 0,05 |
6,5
2,5 0,05 1,25 3,5 __ |
35
10 0,5 15 18 0,2 |
1) RJ: Retínól jafngildi. RJ = 3.33 alþjóðaeiningar (ae).
2) Ætlað fyrir börn á aldrinum 1-10 ára.
3) NJ: Níasín jafngildi. NJ = 1 mg nikótínsýra + 1 mg tryptofan/60.
4) -TJ: -Tókóferól jafngildi. -TJ = 1 mg d--tókóferól.
5) Í g af fjölómettuðum fitusýrum sem gefa skal upp sem línólsýru. Má ekki verða minna en 0,1 mg fyrir hver 100 kJ.
![]() |
Í 100 kJ
|
Í 100 kkal
|
||
Lágmark
|
Hámark
|
Lágmark
|
Hámark
|
|
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Vítamín | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
A vítamín (µg RJ)1) |
14
|
43
|
60
|
180
|
D vítamín (µg) K vítamín (µg) C vítamín (mg) Tíamín (mg) Ríbóflavín (mg) B6 vítamín (mg) |
0,25
1 1,9 0,01 0,014 0,009 |
0,75
5 6 0,075 0,1 0,075 |
1
4 8 0,04 0,06 0,035 |
3
20 25 0,3 0,45 0,3 |
Níasín (mg NJ) 2) |
0,2
|
0,75
|
0,8
|
3
|
Fólínsýra (µg) B12 vítamín (µg) Pantóþensýra (mg) Bíótín (µg) |
1
0,025 0,07 0,4 |
6
0,12 0,5 5 |
4
0,1 0,3 1,5 |
25
0,5 2 20 |
E vítamín (mg -TJ)3) |
0,54)
|
0,75
|
0,5 4)
|
3
|
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
Steinefni | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Natríum (mg) Klór (mg) Kalíum (mg) |
5
12 15 |
14
29 35 |
20
50 60 |
60
125 145 |
Kalsíum (mg) 5) |
12
|
60
|
50
|
250
|
Fosfór (mg) 5) |
6
|
22
|
25
|
90
|
Magnesíum (mg) Járn (mg) Sink (mg) Kopar (µg) Joð (µg) Selen (µg) |
1,2
0,12 0,12 4,8 1,2 0,25 |
3,6
0,5 0,6 29 8,4 0,7 |
5
0,5 0,5 20 5 1 |
15
2 2,4 120 35 3 |
Mangan (mg) Króm (mg) Mólybdenum (µg) Flúoríð (mg) |
0,012
__ __ __ |
0,05
2,5 2,5 0,05 |
0,05
__ __ __ |
0,2
10 10 0,2 |
1) RJ: Retínól jafngildi. RJ = 3.33 alþjóðaeiningar (ae).
2) NJ: Níasín jafngildi. NJ = 1 mg nikótínsýra + 1 mg tryptofan/60.
3) -TJ: -Tókóferól jafngildi. -TJ = 1 mg d--tókóferól.
4) Í g af fjölómettuðum fitusýrum sem gefa skal upp sem línólsýru. Má ekki verða minna en 0,1 mg fyrir hver 100 kJ.
5) Hlutfallið kalsíum/fosfór má ekki vera lægra en 1,2 og ekki hærra en 2,0.