Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 19. apríl 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 1. júní 2018

602/2008

Reglugerð um kröfur er varða verklagsreglur og flugáætlanir innan samevrópska loftrýmisins.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að mæla fyrir um kröfur er varða verklagsreglur um flugáætlanir á undirbúningsstigi flugs til þess að tryggja samræmi milli flugáætlana, endurtækra flugáætlana og tengdra uppfærsluskilaboða milli flugrekenda, flugmanna og flugumferðarþjónustudeilda í gegnum samþætta kerfið fyrir úrvinnslu upphaflegra flugáætlana, annaðhvort á tímabilinu fram að því að fyrsta flugheimild er veitt fyrir flug, sem leggur af stað innan loftrýmisins, sem þessi reglugerð tekur til, eða á tímabilinu áður en önnur flug koma inn í þetta loftrými.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um öll flug sem fyrirhugað er að starfrækja eða eru starfrækt í tengslum við almenna flugumferð í samræmi við blindflugsreglur innan loftrýmis Alþjóðaflugmálastofnunarinnar innan Evrópusvæðis (ICAO EUR) og Afríku- og Indlandshafssvæðis (ICAO AFI) þar sem aðildarríki innan Evrópska efnahagssvæðisins eru ábyrg fyrir því að veita flugumferðarþjónustu.

Reglugerð þessi gildir um eftirfarandi aðila sem tengjast afhendingu, lagfæringu, viðtöku og dreifingu flugáætlana:

  1. flugrekendur og fulltrúa þeirra,
  2. flugmenn og fulltrúa þeirra,
  3. flugumferðarþjónustudeildir sem veita almenningsflugi þjónustu í samræmi við blindflugsreglur.

3. gr. Orðskýringar.

Vísað er til frekari orða og orðskýringa en hér greinir í reglugerð um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu nr. 870/2007.

Þegar eftirfarandi orð og orðasambönd eru notuð í reglugerð þessari hafa þau þá merkingu sem hér segir:

Loftrýmisreglugerðin (Airspace Regulation): Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 551/2004 frá 10. mars 2004 um skipulag og notkun loftrýmis á samevrópska flugumferðarsvæðinu. Sjá fylgiskjal IV með reglugerð um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu nr. 870/2007.
Rammareglugerðin (Framework Regulation): Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 549/2004 frá 10. mars 2004 um setningu rammaákvæða um að koma á samevrópsku flugumferðarsvæði, sjá fylgiskjal II með reglugerð um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu nr. 870/2007.
Rekstrarsamhæfisreglugerðin (Interoperability Regulation): Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 552/2004 frá 10. mars 2004 um rekstrarsamhæfi evrópska netsins fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar. Sjá fylgiskjal V með reglugerð um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu nr. 870/2007.
Þjónustureglugerðin (Service Regulation): Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 550/2004 frá 10. mars 2004 um að veita þjónustu á sviði flugleiðsögu á samevrópska flugumferðarsvæðinu. Sjá fylgiskjal III með reglugerð um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu nr. 870/2007.

4. gr. Innleiðing gerða.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB), með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1033/2006 frá 4. júlí 2006 um kröfur er varða verklagsreglur og flugáætlanir á undirbúningsstigi flugs innan samevrópska loftrýmisins, sbr. ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 134/2006 frá 27. október 2006. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 77, 18. desember 2008, bls. 80;
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 929/2010 frá 18. október 2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1033/2006 að því er varðar ákvæði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sem um getur í 1. mgr. 3. gr., sbr. ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 152/2011 frá 2. desember 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, 1. mars 2012, bls. 305.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 428/2013 frá 8. maí 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1033/2006 að því er varðar ákvæði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sem um getur í 1. mgr. 3. gr., sbr. ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 204/2013 frá 8. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64, frá 14. nóvember 2013, bls. 131.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2120 frá 2. desember 2016 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1033/2006 að því er varðar þau ákvæði sem um getur í 1. mgr. 3. gr., sbr. ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 64/2017 frá 18. mars 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 31/2017 frá 18. maí 2017, bls. 112.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/139 frá 29. janúar 2018 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1033/2006 að því er varðar tilvísanir í ákvæði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 95/2018 frá 27. apríl 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 33 frá 17. maí 2018, bls. 222.

5. gr. Viðurlög.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.

6. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi sem er sett með heimild í 57. gr. a, 5. mgr. 75. og 76. sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.