Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

594/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um starfsháttu örorkunefndar nr. 335 16. ágúst 1993 með síðari breytingum.

1. gr.

6. gr., sbr. reglugerð nr. 19 4. janúar 1996, orðist svo:
Gjald fyrir álit samkvæmt 1. gr. greiðist í ríkissjóð og skal vera sem hér segir:

1. Gjald fyrir mat á afleiðingum slyss fyrir 1. maí 1999, kr. 70.000.
2. Gjald fyrir mat á afleiðingum slyss eftir 1. maí 1999 í tilvikum þar sem aðilar eru sammála um að leggja matsbeiðni fyrir örorkunefnd án undanfarandi mats annarra, kr. 70.000.
3. Gjald fyrir mat á afleiðingum slyss eftir 1. maí 1999, þar sem óskað er endurskoðunar á mati sem aðrir hafa framkvæmt, kr. 110.000.
4. Gjald fyrir meðferð á beiðni um endurupptöku máls, kr. 40.000.

Greiðsla skal fylgja beiðni og er hún óendurkræf þótt nefndin kunni að vísa beiðni frá sér.


2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 10 gr. skaðabótalaga nr. 50 19. maí 1993, sbr. lög nr. 37/1999, öðlast gildi 1. ágúst 2001.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 11. júlí 2001.

F. h. r.
Sólveig Pétursdóttir.
Ólafur W. Stefánsson.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica