Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

592/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð um eftirlitsnefnd fasteignasala, nr. 931/2016.

1. gr.

Í stað 2. og 3. mgr. 19. gr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

Fjárhæð gjaldsins miðast við almanaksár.

Nú fær fasteignasali löggildingu eftir 1. janúar og skal þá eftirlitsgjaldið vegna þess árs lækka hlutfallslega. Fái fasteignasali löggildingu eftir 1. júlí skal gjalddagi eftirlitsgjaldsins vera eigi síðar en tveimur mánuðum eftir veitingu löggildingar, þó aldrei síðar en 1. janúar næsta ár.

Nú hefur fasteignasali greitt eftirlitsgjald en hættir störfum eða er sviptur löggildingu áður en sá tími sem fjárhæð gjaldsins er miðuð við er liðinn og á hann þá rétt til hlutfallslegrar endurgreiðslu gjaldsins.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í h-lið 26. gr., sbr. 5. mgr. 20. gr. laga um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. júní 2017.

F. h. ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Heimir Skarphéðinsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.