Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

592/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð um útgáfu og notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, nr. 369 30. maí 2000. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. gr. bætist ný málsgrein:
Handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða er jafnframt heimilt að leggja ökutæki í gjaldskyld bifreiðastæði án sérstakrar greiðslu en þá skal sérstaklega gætt ákvæða 1. mgr. 5. gr.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 78. gr. a umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. 6. gr. laga nr. 48 22. maí 1997, svo og með hliðsjón af 90. tölul. í XIII. viðauka (tilmæli 98/376/EB) við EES-samninginn, öðlast þegar gildi.

EES-gerðin sem vísað er til er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 46 1999, bls. 159-163.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 23. júlí 2002.

F. h. r.
Björn Friðfinnsson.
Hólmsteinn Gauti Sigurðsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica