Umhverfisráðuneyti

592/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 804/1999 um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri.

1. gr.

6. mgr. 3. gr. orðist svo: 3.6 Búfjárskarn er úrgangur, s.s. skítur, hland og mykja, frá búfjárhaldi.


2. gr.

2. mgr. 5. gr. orðist svo: 5.2 Losun úrgangs frá búfjárframleiðslu í yfirborðsvatn er óheimil.


3. gr.

Við 5. gr bætist við ný málsgrein sem orðist svo: 5.3 Um losun efna og skólps frá landbúnaði í fráveitur og viðtaka fer samkvæmt reglugerð um varnir gegn mengun vatns.


4. gr.

1. mgr. 7. gr. orðist svo:
7.1 Í starfsleyfi fyrir starfsleyfisskylda búfjárframleiðslu skulu vera ákvæði um söfnun og geymslu búfjárskarns og dreifingu búfjáráburðar sem taki mið af starfsreglum um góða búskaparhætti, sbr. 14. gr. Við það skal miðað að dreifing búfjáráburðar fari að jafnaði fram á tímabilinu 15. mars til 1. nóvember ár hvert og að jafnaði sé ekki dreift á frosna jörð.


5. gr.

2. mgr. 7. gr. orðist svo:
7.2 Í umsókn um starfsleyfi fyrir starfsleyfisskylda búfjárframleiðslu geri fyrirtækið grein fyrir söfnun og geymslu búfjárskarns og dreifingu búfjáráburðar. Einnig ráðstafanir fyrirtækisins til vatnsverndar og til að draga úr óþægindum m.a. vegna lyktarvandamála vegna geymslu búfjárskarns og dreifingar búfjáráburðar. Áætlanir fyrirtækisins taki mið af starfsreglum um góða búskaparhætti, sbr. 14. gr.


6. gr.

Tölul. 2. í 1. tölul. í Viðauka III orðist svo: 2. stærð geymslurýmis undir búfjárskarn. Rýmið þarf að taka meira rúmmál en safnast fyrir á lengsta tímabilinu sem áburðargjöf er bönnuð. Þetta gildir á svæðum sem hafa lítið viðnám gegn mengun, nema hægt sé að sýna eftirlitsaðilum fram á að magni umfram geymslugetu verði fargað á þann hátt að umhverfið spillist ekki.


7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og samkvæmt 9. gr. laga nr. 32/1986 um varnir gegn mengun sjávar til þess að öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 13. júlí 2001.

Siv Friðleifsdóttir.
Ingimar Sigurðsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica