Reglugerð ráðsins (EB) nr. 118/97 frá 2. desember 1996 um breytingu og uppfærslu á reglugerð (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja og reglugerð (EBE) nr. 574/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 skal gilda á Íslandi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/98 frá 4. júlí 1998 um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi) við EES-samninginn. Reglugerðin sem fjallar m.a. um atvinnuleysistryggingar og greiðslur í fæðingarorlofi skal gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í viðaukanum, bókun 1 við samninginn og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.
Reglugerð ráðsins (EB) nr. 118/97 fjallar að hluta til um almannatryggingar, barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gefur út reglugerð um gildistöku þess hluta sem fjallar um almannatryggingar og fjármálaráðuneytið gefur út reglugerð um gildistöku þess hluta sem fjallar um barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum.
Reglugerð ráðsins (EB) nr. 118/97 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/98, sbr. 1. gr., sem birt hefur verið í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 21, bls. 1-254, er birt sem fylgiskjal með reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins nr. 587/2000.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 29. gr. laga nr. 12/1997 um atvinnuleysistryggingar með síðari breytingum og 35. gr. laga nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof, öðlast þegar gildi.