Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

573/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 277/2008 um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur.

1. gr.

Við 3. tl. 4. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, ö, sem orðast svo:

  ö. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2215 frá 30. nóvember 2017, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2018 frá 27. apríl 2018.

2. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2215 frá 30. nóvember 2017 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 474/2006 um skrá yfir flugrekendur sem er bannað að stunda flugrekstur eða sæta rekstrar­takmörkunum innan Sambandsins, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2018 frá 27. apríl 2018. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 33 frá 17. maí 2018, bls. 225.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 3. gr., 1. mgr. 4. gr. og 5. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 31. maí 2018.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Gunnar Örn Indriðason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica