Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

562/2012

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 260/1980 um útbúnað alifuglasláturhúsa, slátrun alifugla, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun, auk áorðinna breytinga. - Brottfallin

1. gr.

7. mgr. 7. gr. orðast svo:

Jafnframt skulu sláturafurðir alifugla sem boðnar eru óhitameðhöndlaðar eða ófrystar til sölu vera af sláturfuglum þar sem staðfest hefur verið með sýnatöku á eldistímanum, að ekki hafi greinst kampýlóbakter í fuglunum. Sýni sem notað er til grundvallar má ekki vera eldra en fimm daga gamalt. Ef kampýlóbakter greinist á eldistímanum þá skulu sláturafurðir viðkomandi eldishóps allar frystar eða hitameðhöndlaðar, áður en afurðunum er dreift. Að auki skal taka slátursýni úr hverjum sláturhópi á tímabilinu 1. apríl til 31. október, ef ætlunin er að dreifa afurðum alifuglahópsins ófrystum eða óhitameðhöndluðum. Í þeim tilvikum þar sem niðurstöður rannsókna úr eldissýni liggja ekki fyrir eða niðurstöður eru ógildar við slátrun er heimilt að bíða með frystingu eða hitameðhöndlun þar til niðurstöður úr slátursýni liggja fyrir, en heimilt er að dreifa afurðum ófrystum og óhitameðhöndluðum ef slátursýnið er neikvætt. Ef kampýlóbakter greinist í sláturhópi skal frysta eða hitameðhöndla allar afurðir sláturhópsins sem ekki hefur verið dreift frá sláturhúsinu. Með frystingu er átt við að afurðir hafi verið frystar í a.m.k. tvær vikur og með hitameðhöndlun er átt við að ekki finnist kampýlóbakter í 25 g eftir meðhöndlunina.

2. gr.

Við 7. gr. bætist eftirfarandi málsgrein:

Sýnatökur vegna kampýlóbakter skulu framkvæmdar af framleiðendum og sláturleyfis­höfum sem skulu jafnframt bera allan kostnað við sýnatöku og rannsókn sýnanna. Að öðru leyti fer um sýnatökur þessar, bæði úr eldi og við slátrun alifugla, skv. fyrirmælum Matvælastofnunar.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir, með síðari breytingum, lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum. Reglugerðin tekur gildi við birtingu.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 28. júní 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica