Umhverfisráðuneyti

562/1995

Reglugerð um 1. breytingu á reglugerð nr. 289/1994 um leysiefni til notkunar í matvælaiðnaði.

1. gr.

Viðauki reglugerðar nr. 289/1994 breytist á eftirfarandi hátt:

Leysiefninu sýklóhexani er bætt við III. hluta með leyfilegu hámarksmagni 1 mg/kg.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, tilskipun 94/52/EBE um 2. breytingu á tilskipun 88/344/EBE um leysiefni til notkunar í matvælaiðnaði. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytið, 23. október 1995.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.

Sigurbjörg Sæmundsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica