Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Breytingareglugerð

561/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1170/2015, um fiskeldi.

1. gr.

Við reglugerðina bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabigða:

Stundi rekstraraðili starfsemi í samræmi við rekstrarleyfi sem gefið var út fyrir 11. desember 2015 getur Matvælastofnun heimilað að staðsetningar festinga séu utan eldissvæðis ef uppsetning þeirra samræmist matsgreiningu festinga, sbr. 22. gr. Matvælastofnun skal einungis veita heimild skv. 1. málsl. ef tryggt er að staðfesting festinga hefur ekki áhrif á skipaumferð eða aðra starfsemi í nágrenni við eldissvæðið. Nái festingar út fyrir eldissvæði skal rekstraraðili sækja um stækkun á svæðinu í samræmi við 12. gr. reglugerðarinnar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 71/2008 um fiskeldi, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23. júní 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Erna Jónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.