Fjármálaráðuneyti

561/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 449/1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði, með síðari breytingum.

1. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá tekur endurgreiðsla ekki til virðisaukaskatts sem færa má til innskatts, sbr. VII. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.


2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

a. 1. málsliður 1. mgr. 8. gr. orðast svo: Endurgreiðslubeiðnir skulu að því er aðkeypta þjónustu varðar byggjast á sölureikningum er fullnægja skilyrðum reglugerðar nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.
b. Í stað orðanna "sölu verktaka" í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. kemur: kaup.
c. Við 1. mgr. 8. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Frumrit sölureiknings skal fylgja endurgreiðslubeiðni annarra en byggingaraðila sem byggja til sölu eða leigu í skilningi reglugerðar nr. 576/1989.
d. 2. mgr. 8. gr. orðast svo:
Endurgreiðslubeiðnir skulu að því er varðar vinnu byggingaraðila sjálfs og starfsmanna hans byggjast á fullnægjandi bókhaldi skv. 7. gr. reglugerðar nr. 576/1989.
e. Við 3. mgr. 8. gr. bætist nýr málsliður er verður 2. málsliður, svohljóðandi: Með fullnægjandi tilgreiningu greiddra vinnureikninga á endurgreiðslubeiðni telst skyldu til launamiðaútgáfu fullnægt hjá öðrum en þeim sem eru bókhaldsskyldir vegna viðkomandi framkvæmda, sbr. lög nr. 145/1994 um bókhald.
f. 3. málsliður 8. gr. (áður 2. málsliður) orðast svo: Jafnframt skulu þeir sem óskað hafa endurgreiðslu vegna nýbygginga senda skattstjóra með skattframtali sínu húsbyggingarskýrslu á forminu RSK 3.03 eftir því sem formið gefur tilefni til.


3. gr.

Fyrirsögn IV. kafla reglugerðarinnar verður: Framkvæmd endurgreiðslu.


4. gr.

13. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Sækja skal um endurgreiðslu á sérstökum eyðublöðum í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

Hvert endurgreiðslutímabil er tveir mánuðir (janúar og febrúar, mars og apríl, o.s.frv.). Endurgreiðslutímabil fyrir byggingaraðila skv. reglugerð nr. 576/1989 og seljendur verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa, sem gera upp virðisaukaskatt skv. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti, skal þó vera almanaksárið. Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. málsl. skal endurgreiðsla vegna aðkeyptrar vinnu verktaka við viðhald og endurbætur fara fram eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en 14 dögum eftir að skattstjóra barst endurgreiðslubeiðnin.

Skilafrestur vegna hvers endurgreiðslutímabils, skv. 1. og 2. málsl. 2. mgr., er til 15. dags næsta mánaðar eftir lok tímabilsins. Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma skal endurgreiðsla fara fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag. Beri daga þessa upp á helgidag eða almennan frídag færist fresturinn til næsta virka dags á eftir. Endurgreiðslubeiðnir sem berast eftir lok skilafrests skulu afgreiddar með greinargerðum næsta endurgreiðslutímabils.


5. gr.

14. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Skattstjóri skal rannsaka endurgreiðslubeiðni og getur hann í því sambandi krafið aðila um framlagningu reikninga og annarra gagna, svo sem kaupsamning og lóðasamning. Skattstjóri skal tilkynna innheimtumanni ríkissjóðs um samþykki sitt til endurgreiðslu. Innheimtumaður annast endurgreiðslu.

Afgreiðslufrestir skv. 13. gr. framlengjast ef skattstjóri getur vegna aðstæðna aðila ekki gert nauðsynlegar athuganir á gögnum þeim sem beiðnin byggist á, þ.m.t. vegna þeirra atvika sem lýst er í 4. mgr. 25. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.


6. gr.

15. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Réttur til endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari fellur niður ef umsókn um endurgreiðslu berst viðkomandi skattstjóra eftir að sex ár eru liðin frá því að réttur til endurgreiðslu stofnaðist.


7. gr.

Við reglugerðina bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:
Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu manna við nýbyggingu, endurbætur eða viðhald, sem sannanlega var innt af hendi og reikningsfærð fyrir 1. júlí 2002, skal verðtryggð samkvæmt lánskjaravísitölu til og með 30. júní 2002. Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna reikningsfærðrar sölu á verksmiðjuframleiddum íbúðarhúsum skal sömuleiðis verðtryggð samkvæmt lánskjaravísitölu til og með 30. júní 2002. Endurgreiðslufjárhæð skal breytt til samræmis við mismun á lánskjaravísitölu júnímánaðar 2002 og einföldu meðaltali vísitölunnar í mánuðum endurgreiðslutímabilsins, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 13. gr.

Hafi verksamningur vegna afhendingar á þjónustu skv. 1. málsl. 1. mgr. verið gerður fyrir 1. júlí 2002 og afhending farið fram bæði fyrir og eftir þann tíma skal einungis sá hluti endurgreiðslunnar vera verðtryggður er varðar vinnu sem innt var af hendi fyrir 1. júlí 2002.


8. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 42. gr. og 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast gildi þegar í stað.


Fjármálaráðuneytinu, 15. júlí 2002.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Ingvi Már Pálsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica