Fara beint í efnið

Prentað þann 3. maí 2024

Breytingareglugerð

558/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð um vegabréfsáritanir, nr. 795/2022.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

4. mgr. 16. gr. orðast svo: Heimilt er að undanþiggja handhafa diplómatískra vegabréfa og þjónustuvegabréfa gjaldi fyrir afgreiðslu umsóknar um vegabréfsáritun.

2. gr.

Fyrri málsl. 3. mgr. 35. gr. orðast svo: Útlendingastofnun, viðkomandi sendiskrifstofu eða utanríkisráðuneytinu er heimilt að afturkalla vegabréfsáritun að beiðni handhafa hennar.

3. gr.

Í stað orðanna "að undanskildum handhöfum" í töflu I. mgr. í viðauka 9 við reglugerðina kemur: þ.m.t. handhafar.

4. gr.

Orðin "Kosovó" í töflu I. mgr. í viðauka 8 og "Kosóvó" í töflu í viðauka 10 við reglugerðina falla brott.

5. gr.

Orðið "Kósovó" bætist við töflu I. mgr. í viðauka 9 við reglugerðina.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 8. mgr. 20. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Ákvæði 4. og 5. gr. reglugerðarinnar öðlast gildi 1. janúar 2024.

Dómsmálaráðuneytinu, 24. maí 2023.

Jón Gunnarsson.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.