Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

558/2019

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 758/2011, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. a-liður orðast svo: Breytingar sem teljast eðlilegur hluti af almennri starfsemi fyrirtækis á vörum, þjónustu, framleiðslulínum, framleiðsluferlum, núverandi þjónustu eða annarri áframhaldandi starfsemi, jafnvel þótt slíkar breytingar geti leitt af sér úrbætur.
  2. b-liður orðast svo: Umbætur, breytingar og/eða viðbætur við vörur fyrirtækis, þjónustu eða framleiðsluferla, þegar ekki er um að ræða þróun nýrrar þekkingar, nýrrar færni eða nýtingu núverandi þekkingar á nýjan hátt.
  3. Á eftir orðinu "framleiðsluferlis" í f-lið kemur: og framleiðsla.
  4. h-liður orðast svo: Kortlagning á eða leit að námum, náttúruauðlindum, landsvæðum eða sambærilegu.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 16. gr. laga nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 27. maí 2019.

F. h. r.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Steinar Örn Steinarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.