Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 15. júní 2017

558/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins.

1. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir sem vísað er til í XI. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XI. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 531/2012 um reiki á almennum farsímanetum innan Bandalagsins frá 13. júní 2012, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 67, dags. 29. nóvember 2012, á bls. 487, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 173/2012 frá 28. september 2012.
  2. 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2020, frá 25. nóvember 2015, að því er varðar breytingu á reglugerð (ESB) nr. 531/2012 um reiki á almennum farsímanetum innan Sambandsins, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 27, dags. 12. maí 2016, á bls. 1459, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2016 frá 29. apríl 2016.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2352, frá 16. desember 2015, um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma í Sambandinu, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 27, dags. 12. maí 2016, á bls. 991, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2016 frá 29. apríl 2016.

2. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 35. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti með síðari breytingum og öðlast þegar gildi en skal vera komin til framkvæmda eigi síðar en 1. ágúst 2016.

Innanríkisráðuneytinu, 9. júní 2016.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Vera Sveinbjörnsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.