Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

549/1996

Reglugerð um breyting á reglugerð um starfsháttu örorkunefndar, nr. 335 16. ágúst 1993.

1. gr.

3. gr. orðist svo:

Beiðni um álit skal vera skrifleg og rituð á eyðublað sem nefndin lætur í té. Með beiðni skulu fylgja skýrslur um atvik að tjónsatburði og afleiðingar hans. Einnig skulu fylgja ítarleg vottorð lækna sem stundað hafa tjónþola vegna tjóns hans. Þá skulu og fylgja staðfest endurrit skattframtala tjónþola síðustu tvö almanaksár fyrir tjónsatburð og skattframtal eftir að tjón varð. Nefndin getur að auki lagt fyrir matsbeiðanda og eftir atvikum tjónþola sjálfan að leggja fram viðbótargögn eftir því sem nefndin telur ástæðu til.

Í beiðni um álit skal koma fram hver tjónþoli er og að hverjum kröfu um bætur verði beint, sé það vitað. Skal örorkunefnd kynna aðilum fram komna beiðni og fylgigögn og gefa þeim kost á að koma skriflega á framfæri við nefndina gögnum og sjónarmiðum sínum varðandi matsmálið, innan hæfilegs frests.

Beiðni um álit og fylgigögn skulu send nefndinni í svo mörgum eintökum að nægi til að senda öðrum aðilum máls eitt eintak hverjum.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 10. gr. skaðabótalaga, nr. 50 19. maí 1993, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 9. október 1996.

Þorsteinn Pálsson.

Þorsteinn Geirsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.