Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

548/2018

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.

1. gr.

Við 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

 1. pípuorgel.

2. gr.

Í stað 28. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur nýr töluliður, svohljóðandi:

  28) færanlegur vélbúnaður til nota utan vega, sem eingöngu er fáanlegur til nota í atvinnu­skyni: vélbúnaður með innbyggðan aflgjafa eða með viðnámsdrifi sem er knúið ytri afl­gjafa, sem útheimtir annaðhvort hreyfanleika eða samfelldan, eða því sem næst sam­felldan, flutning milli nokkurra fastra vinnustöðva við vinnslu og er eingöngu fáanlegur til nota í atvinnuskyni.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

 1. 3. mgr. orðist svo:
    Ákvæði 1. mgr. gilda um lækningatæki og tæki til vöktunar og eftirlits, sem eru sett á markað frá 22. júlí 2014, um lækningabúnað til sjúkdómsgreiningar í glasi, sem er settur á markað frá 22. júlí 2016, um tæki til vöktunar og eftirlits í iðnaði, sem eru sett á markað frá 22. júlí 2017, og um allan annan raf- og rafeindabúnað sem féll utan gildissviðs tilskipunar 2002/95/EB og sem er settur á markað frá 22. júlí 2019.
 2. Á eftir e-lið 4. mgr. kemur nýr stafliður, f, svohljóðandi og breytist röð annarra liða sam­kvæmt því:
  f) öllum öðrum raf- og rafeindabúnaði sem féll utan gildissviðs tilskipunar 2002/95/EB og sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2019.
 3. 5. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
    Ákvæði 1. mgr. gilda ekki um eftirfarandi endurnýtta varahluti að því tilskildu að endur­nýtingin fari fram í endurskoðunarhæfu, lokuðu skilakerfi fyrir viðskipti milli fyrirtækja og að endurnýting varahluta sé tilkynnt neytandanum:
  a) endurnýtta úr raf- og rafeindabúnaði, sem er settur á markað fyrir 1. júlí 2006, og notaðir í raf- og rafeindabúnað sem er settur á markað fyrir 1. júlí 2016,
  b) endurnýtta úr lækningatækjum eða vöktunar- og eftirlitstækjum, sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2014, og notaðir í raf- og rafeindabúnað sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2024,
  c) endurnýtta úr lækningatækjum til sjúkdómsgreiningar í glasi, sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2016, og notaðir í raf- og rafeindabúnað sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2026,
  d) endurnýtta úr vöktunar- og eftirlitstækjum í iðnaði, sem eru sett á markað fyrir 22. júlí 2017, og notaðir í raf- og rafeindabúnað sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2027,
  e) endurnýtta úr öllum öðrum raf- og rafeindabúnaði, sem féll utan gildissviðs tilskipunar 2002/95/EB og sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2019, og notaðir í raf- og raf­einda­búnað sem er settur á markað fyrir 22. júlí 2029.

4. gr.

5. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

5. gr.

Í stað 39. liðar í III. viðauka reglugerðarinnar kemur nýr liður svohljóðandi:

39.a Kadmíumseleníð í niðurskiptanlegum hálfleiðarananókristalskammtadeplum, sem innihalda kadmíum, til notkunar í skjálýsingarkerfi (< 0,2 μg kadmíums (Cd) á hverja mm² af skjásvæði) Fellur úr gildi fyrir alla flokka 31. október 2019.

6. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

 1. Framseldri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1975 frá 7. ágúst 2017 um breyt­ingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB, að því er varðar undanþágu fyrir kadmíum í ljósdíóðum með breytilegum litum til notkunar í skjá­kerfum, í því skyni að laga viðaukann að framförum á sviði vísinda og tækni, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 15/2018 frá 9. febrúar 2018.
 2. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2102 frá 15. nóvember 2017 um breytingu á tilskipun 2011/65/ESB um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í rafbúnaði og rafeindabúnaði, sem vísað er til í tölul. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 51/2018 frá 23. mars 2018.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 16. maí 2018.

F. h. r.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Kjartan Ingvarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica