Reglugerð þessi gildir um kaffi, kaffikjarna og kaffibæti, sbr. skilgreiningar á þessum vörum í 2. gr. og í viðauka. Reglugerðin gildir ekki um vörur sem ætlaðar eru til útflutnings til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins og ekki um leysanlegt ´café torrefacto´.
Merking orða í reglugerð þessari er sem hér segir:
Kaffi: Fræ (baunir) kaffitrésins (Coffea arabica), óbrennd eða brennd, heil eða möluð, sem engin mikilvæg innihaldsefni eiginleg kaffi hafa verið fjarlægð úr. Aldinhýði skal algerlega hreinsa af fræjum og fræhýði (silfurhýði) eins vel og unnt er. Hráefni í kaffi má ekki innihalda meira en 7 g/100 g af öðrum efnum kaffitrésins en fræjum og ekki meira en 3 g af öðrum innihaldsefnum.
Kaffikjarni: Vara, af mismunandi styrkleika, sem eingöngu er fengin með útdrætti með vatni úr brenndum kaffibaunum. Varan inniheldur leysanleg efni og ilmefni úr kaffinu. Einnig kunna að vera til staðar óleysanlegar olíur og snefill af öðrum óleysanlegum efnum úr kaffi. Við útdráttinn er ekki heimilt að nota aðferðir sem krefjast viðbættrar sýru eða basa. Með kaffikjarna í reglugerð þessari er átt við kaffikjarna, leysanlegan kaffikjarna, leysanlegt kaffi eða auðleysanlegt (instant) kaffiduft.
Kaffibætir: Vara, af mismunandi styrkleika, sem eingöngu er fengin með útdrætti með vatni úr brenndum kaffifífli og er þá óheimilt að nota aðferðir sem krefjast viðbættrar sýru eða basa. Með kaffibæti í reglugerð þessari er átt við kaffibæti, leysanlegan kaffibæti eða auðleysanlegt (instant) kaffibætisduft.
Kaffifífill: Afurð sem unnin er úr hreinsuðum, þurrkuðum og brenndum rótum Cichorium intybus L., sem notaðar eru til framleiðslu á drykkjarvörum en ekki til ræktunar á salati (jólasalat/hvítlaufssalat).
Aðferðir til greiningar á kaffikjarna og kaffibæti skulu vera í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins nr. 79/1066/EBE (OJ L327 24.12.79).
Heiti í viðauka skal eingöngu nota um vörur sem þar er getið og er skylt að nota þau í viðskiptum til að lýsa vörunni.
Auk ákvæða reglugerðar nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla, skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram á umbúðum vöru sem dreift er til neytenda:
a) | heiti vörunnar samanber viðauka. Að auki skal koma fram á hvaða formi hún er á eftirfarandi hátt, eftir því sem við á: |
![]() |
i) "massi" eða "á massaformi" |
![]() |
ii) "vökvi" eða "á vökvaformi" |
b) | við heiti er heimilt að bæta hugtakinu "þykkt" þegar um er að ræða: |
![]() |
- kaffikjarnalausn, að því tilskildu að innihald þurrefnis úr kaffi sé meira en 25% miðað við þyngd; |
![]() |
- kaffibætislausn, að því tilskildu að innihald þurrefnis úr kaffifífli sé meira en 45% miðað við þyngd; |
c) | hugtakið "kaffínlaust" fyrir kaffikjarna er heimilt að merkja, að því tilskildu að innihald kaffíns fari ekki yfir 0,3% miðað við þyngd þurrefnis í kjarnanum; |
d) | hugtakið "kaffínlaust" fyrir kaffi er heimilt að merkja, að því tilskildu að innihald kaffíns fari ekki yfir 0,1% miðað við þyngd; |
e) | hugtakið "sykurbrennt" ef kjarninn er unninn úr sykurbrenndu hráefni og hugtökin "með sykri", "varið skemmdum með sykri" eða "með viðbættum sykri" er heimilt að merkja á umbúðir ef sykri hefur verið bætt í hráefnið eftir brennslu, þegar um kaffikjarnalausn og lausn af kaffibæti er að ræða. Þegar aðrar sykurtegundir en súkrósi eru notaðar skal þess getið í staðinn fyrir "sykur"; |
f) | fyrir kaffikjarnamassa og kaffikjarnalausn skal lágmarksinnihald kaffiþurrefnis gefið upp sem hundraðshluti af þyngd fullunninnar vöru. Hið sama gildir um kaffibætismassa og kaffibætislausn. |
![]() |
![]() |
1. | Kaffikjarni: |
![]() |
a) Þurrkaður kaffikjarni |
![]() |
kaffikjarni á föstu formi sem inniheldur ekki minna en 95% af kaffiþurrefni miðað við þyngd. |
![]() |
Þessi vara má ekki innihalda önnur efni en þau sem fengin eru með útdrætti hennar. |
![]() |
b) Kaffikjarnamassi |
![]() |
kaffikjarni í formi massa, sem inniheldur 70-85% af kaffiþurrefni miðað við þyngd. |
![]() |
Þessi vara má ekki innihalda önnur efni en þau sem fengin eru með útdrætti hennar. |
![]() |
c) Kaffikjarnalausn |
![]() |
kaffikjarni í vökvaformi sem inniheldur 15-55% af kaffiþurrefni miðað við þyngd. |
![]() |
Kaffikjarnalausn má innihalda sykur, brenndan eða óbrenndan, að hámarki 12% miðað við þyngd. |
2. | Kaffibætir: a) Þurrkaður kaffibætir kaffifífilskjarni í föstu formi sem inniheldur ekki minna en 95% af kaffifífilsþurrefni miðað við þyngd. Efni sem ekki eru unnin úr kaffifífli mega ekki fara yfir 1% miðað við þyngd. b) Kaffibætismassi kaffifífilskjarni í massaformi sem inniheldur 70-85% af kaffifífilsþurrefni miðað við þyngd. Efni sem ekki eru unnin úr kaffifífli mega ekki fara yfir 1% miðað við þyngd. c) Kaffibætislausn kaffifífilskjarni í vökvaformi sem inniheldur 25-55% af kaffifífilsþurrefni miðað við þyngd. Kaffibætislausn má innihalda sykur, brenndan eða óbrenndan, að hámarki 35% miðað við þyngd. |