Reglugerð þessi fjallar um sérákvæði sem eiga við um heimildir dýralækna til ávísunar lyfja en að öðru leyti fer samkvæmt reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja.
Aðeins dýralæknum er heimilt að ávísa lyfjum til dýralækninga.
Til búfjár teljast, samkvæmt þessari reglugerð, nautgripir, svín, sauðfé, geitur, hestar og önnur hóf- og klaufdýr, loðdýr og hvers kyns fiðurfénaður, auk þess eldisfiskur (hvers kyns eldisdýr í sjó eða ferskvatni) og önnur dýr sem haldin eru til matvælaframleiðslu.
Með dýri er átt við öll dýr, þar með talið búfé.
Með dýralyfi er átt við lyf sem ætlað er til dýralækninga.
Með eiganda eða umráðamanni dýrs er átt við einstakling eða lögaðila sem á eða hefur umsjón með viðkomandi dýri.
Lyf, sem innihalda eftirtalin efni, er óheimilt að nota handa dýrum:
1. | Stilben efnasambönd. |
2. | Lyf við ofstarfsemi skjaldkirtils. |
3. | Arsenik og arseniksambönd. |
4. | Blý og blýsambönd. |
5. | Klófenótan. |
6. | Kvikasilfur og kvikasilfursambönd. |
Eftirtalin lyf má ekki gefa búfé:
1. | Nítrófúransambönd. |
2. | Rónídasól. |
3. | Dapsón. |
4. | Klóramfeníkól, nema til notkunar í augu eða eyru. |
5. | Fúrasólidín. |
6. | Dímetrídasól. |
Lyf, sem innihalda eitthvert eftirtalinna efna, má einungis nota handa dýrum eða á hrogn eldisfiska, að fenginni skriflegri heimild lyfjanefndar ríkisins:
1. | Vefaukandi sterar. |
2. | Malakítgrænt. |
Eftirtalin lyf má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur þau sjálfur og má því einungis afgreiða þau til dýralæknis eða umboðsmanns sem hann tilnefnir, enda sé lyfjunum ætíð ávísað á nafn dýralæknis og til nota í starfi:
1. | Verkjastillandi lyf til inndælingar. |
2. | Róandi lyf, svefnlyf og svæfingalyf til innöndunar og inndælingar. |
3. | Bólgueyðandi stungulyf, sem ekki eru sterar. |
4. | Ávana- og fíknilyf, sbr. reglugerð um ávana- og fíknilyf. |
5. | Stungulyf sem innihalda selen, nema þau séu ætluð unglömbum. |
6. | Stungulyf sem hafa beina örvandi verkun á kólínviðtaka. |
7. | Eftirtaldir hormónar og efnasambönd með hormónlíka verkun, á formi stungulyfja: |
![]() |
a. Hormónar nýrnahettubarkar. |
![]() |
b. Nýrnahettuhormónar. |
![]() |
c. Oxýtósín og efni eða efnasambönd með líka verkun, nema þau séu ætluð til tæmingar á júgri kúa. |
![]() |
d. Prógesterón og afleiður þess. |
![]() |
e. Prostaglandín og efni eða efnasambönd með líka verkun. |
![]() |
f. Testósterón og afleiður þess. |
![]() |
g. 17--estradíól og afleiður þess. |
![]() |
h. Gestagen efni og gónadótrópi hormón. |
8. | Staðdeyfilyf til inndælingar. |
9. | Bóluefni handa öðrum dýrum en búfé. |
10. | Bóluefni handa búfé nema um sé að ræða dauð bóluefni til hjarðmeðhöndlunar, t.d. sauðfé, alifuglar og eldisfiskur. Bólusetning alifugla og eldisfisks skal þó ætíð vera undir umsjón og eftirliti dýralæknis. |
11. | Stungulyf í ATC vet-flokki Q P 54 A A (avermektínar). |
12. | Skeiðarlyf til samstillingar gangmáls. |
13. | Bóluefni við garnaveiki. |
14. | Aflífunarefni. |
Þrátt fyrir ákvæði 4. tl. 1. málsgreinar er dýralækni þó heimilt að ávísa til afgreiðslu ávana- og fíknilyfi til inntöku, enda sé lyfið ekki ætlað búfé.
Þrátt fyrir takmarkandi ákvæði þessarar reglugerðar, er dýralækni heimilt, að fengnu skriflegu leyfi yfirdýralæknis, að ávísa eiganda eða umráðmanni dýra eftirtöldum lyfjum í neyðarkassa til lengri ferðalaga, þegar gera má ráð fyrir að erfitt eða ómögulegt verði að ná í dýralækni:
1. | Sýklalyf. |
2. | Lyf við hrossasótt. |
3. | Verkjastillandi lyf, þó ekki eftirritunarskyld lyf. |
4. | Staðdeyfilyf til útvortis notkunar. |
5. | Lyf til inntöku í ATC vet-flokki Q N 05 A A. |
1. | Dýralyf sem notkun hefur verið leyfð á vegna annarrar dýrategundar eða annars sjúkdóms í sömu tegund, eða |
2. | ef ekki er til lyf eins og um getur í 1. tölulið, lyf sem veitt hefur verið markaðsleyfi fyrir handa mönnum, eða |
3. | ef ekki er til lyf eins og um getur í 2. tölulið að framleitt sé í lyfjabúð lyf í samræmi við forskrift dýralæknis. |
Biðtími | Afurðir |
7 dagar | Egg |
7 dagar | Mjólk |
28 dagar | Kjöt af alifugli og spendýrum, þar með talin fita og innmatur |
500 gráðudagar | Fiskur |