Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Breytingareglugerð

529/2015

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1276/2014 um velferð svína.

1. gr.

d. liður 2. mgr. 7. gr. verður svohljóðandi: Frá og með 7 dögum fyrir got til og með 7 dögum eftir got í gotbásum.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabrigða:

  1. 3. ml. 1. mgr. verður svohljóðandi: Framleiðandi skal fyrir 1. október 2015 skila inn slíkri úrbótaáætlun og kostnaðarmati ef hann hyggst sækja um frest til aðlögunar.
  2. 2. ml. 2. mgr. fellur brott.

3. gr.

6. liður í A. kafla í viðauka II við reglugerðina verður svohljóðandi:

6. Gotstíur og gotbásar:

Heildarstærð
m²/gotstíu
Lágmarksbreidd
m/gotstíu
Lágmarkslengd
m/gotbás
Lágmarksbreidd
m/gotbás
5,7 1,8 2, þar af 0,9 m heilt gólf
(mælt frá fóðurtrogi og aftur)
0,7-0,8 eftir stærð gyltunnar

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 55/2013, um velferð dýra og lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. júní 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Rebekka Hilmarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.