Fara beint í efnið

Prentað þann 4. maí 2024

Breytingareglugerð

515/2023

Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 822/2010 um flutning úrgangs á milli landa.

1. gr.

Við 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar bætist tveir nýir stafliðir svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1840 frá 20. október 2021 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar sem tilgreindar eru í III. viðauka eða III. viðauka A við reglugerð (EB) nr. 1013/2006 til tiltekinna landa, sem falla ekki undir ákvörðun Efnahags- og framfarastofnunarinnar um eftirlit með flutningi úrgangs yfir landamæri, sem vísað er til í lið 32cb í XX. kafla viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 350/2022, þann 9. desember 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 26. janúar 2023, bls. 346-407.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/520 frá 31. mars 2022 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar sem tilgreindar eru í III. viðauka eða III. viðauka A við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 til tiltekinna landa, sem falla ekki undir ákvörðun Efnahags- og framfarastofnunarinnar um eftirlit með flutningi úrgangs yfir landamæri, sem vísað er til í lið 32cb í XX. kafla viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 350/2022, þann 9. desember 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 26. janúar 2023, bls. 408-415.

2. gr. Innleiðing.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1840 frá 20. október 2021 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar sem tilgreindar eru í III. viðauka eða III. viðauka A við reglugerð (EB) nr. 1013/2006 til tiltekinna landa, sem falla ekki undir ákvörðun Efnahags- og framfarastofnunarinnar um eftirlit með flutningi úrgangs yfir landamæri.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/520 frá 31. mars 2022 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1418/2007 um útflutning á tilteknum tegundum úrgangs til endurnýtingar sem tilgreindar eru í III. viðauka eða III. viðauka A við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 til tiltekinna landa, sem falla ekki undir ákvörðun Efnahags- og framfarastofnunarinnar um eftirlit með flutningi úrgangs yfir landamæri.

3. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 43. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, og öðlast þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 26. maí 2023.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.