1. gr.
Í 2. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 456/1994 breytist töluliður nr. 3 og hljóðar svo:
Frá 1. september til 15. mars: Fýll, dílaskarfur, toppskarfur, blesgæs, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, hvítmáfur, hettumáfur, rita.
2. gr.
Við 2. mgr. 8. gr. bætist nýr töluliður nr. 7, sem hljóðar svo:
Frá 1. september til 15. mars: Helsingi, nema í Austur-Skaftafellssýslu en þar er friðun helsingja aflétt frá 25. september til 15. mars.
3. gr.
Reglugerðarbreyting þessi er gerð með heimild í lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Ákvæði til bráðabirgða.
Þessi stytting á veiðitíma helsingja sem ákveðin er til friðunar á varpstofni helsingja í Austur-Skaftafellssýslu skal endurskoðuð eigi síðar en 1. ágúst 2003.
Umhverfisráðuneytinu, 19. ágúst 1998.
Guðmundur Bjarnason.
Sigurður Á. Þráinsson.