Fara beint í efnið

Prentað þann 29. apríl 2024

Breytingareglugerð

505/2023

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 430/2021 um almennan stuðning við landbúnað.

1. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný orðskýring í réttri stafrófsröð sem orðast svo:

Kornrækt: Korn sem ræktað er til þroska og þreskt af plöntu.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. orðast svo: Ráðuneytið annast úthlutun jarðræktarstyrkja, landgreiðslna og styrkja vegna ágangs álfta og gæsa, sbr. 10. gr. Ár hvert auglýsir ráðuneytið eftir umsækjendum um framlög. Umsóknum skal skila inn í Afurð. Opnað verður fyrir umsóknir 1. júní ár hvert en lokaumsókn skal skilað vegna jarðræktarstyrkja og landgreiðslna eigi síðar en 1. október ár hvert. Umsóknum um styrki vegna ágangs álfta og gæsa og tjónmati skal skilað rafrænt eigi síðar en 20. október ár hvert. Beri 1. október eða 20. október upp á helgi eða almennan frídag framlengist umsóknarfrestur fram að miðnætti næsta virka dag.
  2. Við 2. mgr. bætist nýr 1. málsliður sem orðast svo: Umsækjendur um jarðræktarstyrki til kornræktar, sem stofna jarðræktarumsókn og skrá upplýsingar um sáningu á korni í síðasta lagi 15. júní geta óskað eftir fyrirframgreiðslu vegna kornræktar í samræmi við umsókn sem miðast að jafnaði við 25% af einingaverði jarðræktarstyrks ársins á undan.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. málsl. 4. mgr. orðast svo: Að undanskildum jarðræktarstyrk til kornræktar skerðist fjöldi ha sem sótt er um í samræmi við eftirfarandi:
  2. 5. mgr. fellur brott.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum og búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. 1. og 2. gr. reglugerðarinnar öðlast þegar gildi. 3. gr. reglugerðarinnar öðlast gildi 1. janúar 2024.

Matvælaráðuneytinu, 24. maí 2023.

Svandís Svavarsdóttir.

Elísabet Anna Jónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.