Leita
Hreinsa Um leit

Umhverfisráðuneyti

497/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð, nr. 528/2005, um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands.

1. gr.

Við 5. gr. bætist ný málsgrein sem orðast svo:

Heimilt er leiðsögumönnum með hreindýraveiðum við þau störf að sækja fellda bráð á léttum vélknúnum ökutækjum að lágmarki með sex hjólum, enda sé að mati leiðsögu­manna ekki talin hætta á náttúruspjöllum. Gildir þetta þó eingöngu þar sem dýr hafa verið felld fjarri vegum enda talið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að afurðir dýranna skemmist. Heimildin nær ekki til sjálfrar leiðsagnarinnar. Hyggist leiðsögumaður sækja fellda bráð með þessum hætti ber honum að tilkynna Umhverfisstofnun um það áður en bráð er sótt. Umhverfisstofnun gefur út leiðbeinandi reglur um framkvæmd þessa ákvæðis að höfðu samráði við Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 17. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999 og öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 21. maí 2007.

Jónína Bjartmarz.

Sigrún Ágústsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica