Umhverfisráðuneyti

256/1979

Reglugerð um tilkynningarskyldu íslenskra skipa - Brottfallin

REGLUGERÐ

um tilkynningarskyldu íslenskra fiskiskipa.

 

1. gr.

Slysavarnafélag Íslands fer með yfirstjórn tilkynningarskyldu íslenskra skipa og rekstur eftirlitsmiðstöðvar í Reykjavík, hvoru tveggja í umboði og ábyrgð samgönguráðherra.

 

2. gr.

Tilkynna skal för sérhvers íslensks skips, sem búið er talstöð, úr höfn, svo og komu þess til hafnar.

Sé skip utan hafnar skal greint frá staðsetningu þess, svo oft sem þurfa þykir, þó eigi sjaldnar en einu sinni á sólarhring. Eftirlitsmiðstöð tekur í samráði við Póst- og símamálastofnunina ákvörðun um hvenær og hve oft senda skuli slíkar tilkynningar.

Varðskip eru undanþegin ákvæðum reglugerðar þessarar.

Um skip og báta, sem eigi eru búnir talstöðvum gilda sérstakar reglur.

 

3. gr.

Hafsvæðinu í kringum landið skal skipt í sérstaka tilkynningarreiti og þeir markaðir á kort. Ákvörðun um stærð reitanna, svo og útgáfu og dreifing slíkra reitakorta er í höndum eftirlitsmiðstöðvar. Umrædd kort verða afhent án endurgjalds.

 

4. gr.

Tilkynningum samkvæmt 2. gr. skal komið til næstu strandarstöðvar Póst- og símamálastofnunar beint eða um aðra sjófarstöð ef beint samband næst ekki.

Efni tilkynninganna skal vera sem hér segir:

Við brottför: Skipsheiti, kallmerki eða skipaskrárnúmer, brottfararstaður, tími og fyrirhuguð sigling.

Utan hafnar: Skipsheiti, kallmerki eða skipaskrárnúmer, reitnúmer, stefna og tími. Sé reitakort ekki fyrir hendi skal gefa staðarákvörðun í breidd og lengd. Við komu f höfn: Skipsheiti, kallmerki eða skipaskrárnúmer, komustaður og tími.

 

5. gr.

Vegna móttöku og áframsendingar tilkynninga greiða eigendur skipa þeirra og báta, sem undir reglugerðina falla gjald til Póst- og símamálastofnunar.

Gjald þetta skal birt f gjaldskrá og reglum fyrir símaþjónustu, og miðist það við stærð skips.

Ef kostnaður Póst- og símamálastofnunar vegna tilkynningarskyldunnar, þ. m. talinn kostnaður sem leiðir af 7. gr. laganna, verður umfram tekjur af gjaldi þessu þá greiðist harm úr ríkissjóði.

 

6. gr.

Í Reykjavik skal starfrækja eftirlitsmiðstöð, sem tekur á móti og safnar saman tilkynningum er berast frá strandarstöðvum.

Hlutverk eftirlitsmiðstöðvar er með aðstoð tilkynninganna að hafa sem gleggsta yfirsýn yfir staðsetningu allra íslenskra skipa, og fylgjast með því að engar skyldutilkynningar vanti.

Telji eftirlitsmiðstöðin að ástæða sé til eftirgrennslunar, leitar eða björgunar, skal hún þegar gera nauðsynlegar ráðstafanir og hafa um þær samráð við alla þá aðila er aðstoð geta veitt við eftirgrennslan, leit eða björgun.

 

7. gr.

Allur kostnaður við eftirlitsmiðstöðina, þar með talinn fjarskiptakostnaður, greiðist úr ríkissjóði.

8. gr. Brot gegn reglugerð þessari varða sektum.

 

9. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 40 13. maí 1977, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim er hlut eiga að máli.

Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 154 24. maí 1968 um lama efni og reglugerð nr. 194 10. júní 1969 um breytingu á henni.

 

Samgönguráðuneytið, 8. maí 1979.

 

Ragnar Arnalds.

Brynjólfur Ingólfsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica