Landbúnaðarráðuneyti

481/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð um viðarumbúðir vara við útflutning nr. 343/2004, sbr. reglugerð nr. 264/2005.

1. gr.

Í stað orðanna "plöntueftirlits Landbúnaðarháskóla Íslands" í 1. mgr. 3. gr., og 1. og 3. mgr. 6. gr. kemur í viðeigandi falli: Landbúnaðarstofnun.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 2. og 3. gr. laga nr. 51/1981 um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 12. maí 2006.

F. h. r.

Ólafur Friðriksson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica